|  
                
                - SATOR ~ AREPO ~ TENET ~ OPERA ~ ROTAS - 
       | 
    
|  
         Galdrastafir  | 
      
|  
         Nábrókarstafur 
  
          Sá er annmarki með brækur þessar að sá 
          er þær á getur ekki skilið þær við 
          sig þegar hann vill, en á því ríður 
          öll hans andleg heilsa að hann sé búinn að 
          því áður en hann deyr, auk þess sem lík 
          hans úir og grúir allt í lúsum, ef hann 
          deyr í þeim. Því er eigandum enginn annar kostur 
          en að losa sig við brækurnar og verður hann að 
          fá einhvern til að taka við þeim af sér. 
          Verður það með því eina móti gert 
          að eigandinn fari fyrst úr hægri skálminni og 
          jafnskjótt fari hinn er við þeim tekur í hana. 
          Verður þá nábrókin óðar holdgróin.  | 
    
síðast 
    uppfært 
    23.05.2007
    <=========> vefhönnun: sigatlas
    © strandagaldur - höfðagata 8-10 - 510 hólmavík 
    - galdrasyning@holmavik.is - sími 451 3525