Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Ballið á Bessastöðum ¤ 2016

Ballið á Bessastöðum er bráðskemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík. Höfundur verksins er Gerður Kristný og er það byggt á Bessastaðabókum hennar; Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum. Tónlistin eftir Braga Valdimar Skúlason og hann og Gerður Kristný eiga sameiginlega söngtexta sýningarinnar.

Ballið á Bessastöðum er dæmalaust gleðilegur söng- og gamanleikur fyrir börn og fullorðna þar sem við fáum innsýn í líf og störf forsetans og starfsfólks á Bessastöðum, kynnumst alvöru prinsessu og konungshjónum. Við förum í útilegu, brúðkaup, hittum landnámshænu og skoðum skýin.

Á Bessastöðum er alltaf nóg af draugagangi, kransakökum, fálkaorðum og fjöri!

balilð

Höfundur: 

Gerður Kristný

Tónlist:

Bragi Valdimar Skúlason

Söngtextar: 

Gerður Kristný og Bragi Valdimar

Leikstjóri: 

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Persónur og leikarar: 

Forsetinn Jón Jónsson
Halldóra ráðskona Ingibjörg Sigurðardóttir
Langi ritarinn Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Brosmildi ritarinn Guðrún Sigurðardóttir
Krullótti ritarinn Alma Lind Ágústsdóttir
Bréfberinn Úlfar Örn Hjartarson
Bakaradraugurinn Ingibjörg Jónsdóttir
Prinsessan Bára Örk Melsted
Kóngurinn Sigurgeir Guðbrandsson
Drottningin Máney Dís Baldursdóttir
Auður Ester Sigfúsdóttir
Lárus Auðarson Jón Valur Jónsson
Grímur bóndi Stefán Snær Ragnarsson
Kýrin Lilja Halldór Kári Þórðarson
Hallveig landnámshæna Daníel Freyr Newton
100 ára gömul kona Svanhildur Jónsdóttir
Söngvari Sólrún Pálsdóttir

Tónlistarstjóri: 

Gunnur Arndís Halldórsdóttir

Tækni- og hljóðmaður:

Harpa Dögg Halldórsdóttir

Myndvarpastjórn: 

Ásta Þórisdóttir, Úlfar Örn Hjartarson

Lýsing:

Bjarki Guðlaugsson, Ásta Þórisdóttir

Ljósamaður:

Ingibjörg Emilsdóttir

Sviðsmynd og sýningartjald:

Ásta Þórisdóttir, Svanur Kristjánsson, Jón Gísli Jónsson

Búningar og leikmunir:

Svanhildur Jónsdóttir, Brynja Rós Guðlaugsdóttir, Ásdís Jónsdóttir

Hárgreiðsla og förðun: 

Kristín Lilja Sverrisdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir, leikhópurinn.

Sviðsmenn

Kristján Rafn Jóhönnuson, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Leikskrá: 

Salbjörg Engilbertsdóttir, Dagbjört Torfadóttir

Miðasölustjóri: 

Dagbjört Torfadóttir

Sýningar:

 Frumsýning: Föstudaginn 18. mars, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 2. sýning: Sunnudaginn 20. mars, kl. 14:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 3. sýning: Þriðjudaginn 22. mars, kl. 18:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 4. sýning: Páskadag 27. mars, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 5. sýning: Fimmtudaginn 31. mars, kl. 18:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 Lokasýning: Sunnudaginn 3. apríl, kl. 15:00 - Dalabúð, Búðardal

ballið

 

Spakmæli verksins: „Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum, eru ekki með hjartað á réttum stað.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002