Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Mysingssamloka með sveppum ¤ 1995

Mysingssamlokan er leikrit fyrir þá sem eiga við unglingavandamál að stríða, hvort sem þeir eru unglingar eða foreldrar. Það gerist í heimavistarskóla stúlkna úti á landi, en þangað kemur sonur skólastýrunnar í heimsókn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Verkið fjallar í stuttu máli um hormónastarfsemi unglinga og óstöðvandi fýsn í að gera allt sem ekki má.

Arnar S. Jónsson datt aldeilis í lukkupottinn þegar valið var í hlutverk í leikritið því auk hans léku hvorki fleiri né færri en níu stúlkur. Aldrei hefur heyrst um aðra eins kynjaskiptingu í leikriti fyrr né síðar.

Í fyrsta sinn var karlmaður í förðunardeildinni. Sigurður M. Þorvaldsson reið á vaðið og er eini karlmaðurinn sem hefur séð um förðunina innan Leikfélags Hólmavíkur enn þann dag í dag. Sýningar gengu ágætlega og aðsókn var í meðallagi góð.

Leikferðin á Drangsnes er mörgum eflaust enn í fersku minni, en þar þurfti hópurinn óvænt að gista þegar leiðindaveður skall á. Daginn eftir var veðrið ekkert skárra svo formaðurinn Siggi Atla brá á það ráð að fá bát til að skutla fólki og hafurtaski heim. Sú bátsferð var ægileg lífsreynsla. Nokkrir höfðu nefnilega fengið sér samloku með baunum og hangikjöti áður en ýtt var úr vör. Samlokurnar stöldruðu ekki lengi við í maga sumra ferðalanganna, enda verulega vont í sjóinn.

 

 

- Okkur vantar myndir!!! -

Höfundur: 

Jón Stefán Kristjánsson og Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar.

Leikstjóri: 

Sigurður Atlason.

Persónur og leikarar:
 

Jói

 Arnar S. Jónsson

Jófríður Löwe

 Brynja Guðlaugsdóttir

Sara Lind

Nanna M. Elfarsdóttir

Sigga

Harpa Hlín Haraldsdóttir

Harpa

Jónea Haraldsdóttir

Gerður 

Guðbjörg Gunnlaugsdóttir

 Stjarna 

 Aðalheiður Ólafsdóttir

 Petra

 Rebekka Atladóttir

 Sóley 

 Anna G. Ingvarsdóttir

 Svabbi

 Aðalheiður Hjartardóttir

Hvíslari:

Kristjana Eysteinsdóttir.

Ljósamaður:

Brynjar Ágústsson.

Sviðsmynd:

Sigurður Atlason, Arnar S. Jónsson og Brynjar Ágústsson.

Förðun: 

Sunneva Árnadóttir, Sunna Vermundsdóttir og Sigurður M. Þorvaldsson.

Saumaskapur:

Sunna Vermundsdóttir

Leikskrá:

Sigurður Atlason.

Sýningar (4):

Hólmavík - 24. mars
Hólmavík - 25. mars
Drangsnes - 31. mars
Hólmavík - 4. apríl

 

Spakmæli verksins: „Pabbi minn er greifi í Grimsby.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002