Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Ađalsíđan

Leikritasíđan

 
Pýramus og Ţispa  ¤ 1991-2000

Hin einkar hörmulega kómidía um grimman dauđa Pýramusar og Ţispu, sem er atriđi úr Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare er sennilega ódauđlegt stykki, ţví Leikfélagiđ virđist aldrei ćtla ađ hćtta ađ setja ţađ upp.

Ţátturinn var fyrst sýndur á 10 ára afmćli leikfélagsins áriđ 1991 og ţá tóku átta manns ţátt í uppsetningunni.

Voriđ 1993 var ný leikgerđ međ ađeins ţrem leikurum sýnd á ţingi Bandalags íslenskra leikfélaga í Vestmannaeyjum og stuttu síđar í Trékyllisvík. Í Vestmannaeyjum voru viđtökur fádćma góđar, fólk réđi ekkert viđ sig og öskrađi af hlátri (og leikarar líka). Á báđum stöđum voru gestaleikarar í hlutverki ljónsins, annar ţeirra var Snorri nokkur frá Leikfélagi Patreksfjarđar. Ljóniđ í túlkun hans var óhugnanlega líkt jólasveini.

Haust 1993 var ţátturinn sýndur á Kjördćmisráđstefnu Sjálfstćđisflokksins sem var haldinn á Hólmavík og 1994 var ţađ sýnt ţar á baráttudegi verkalýđsins. Um mitt sumar 1995 var ţađ síđan sýnt á Raufarhafnarhátíđ fyrir framan Vigdísi forseta og fjölda Raufarhafnarbúa sem skildu hvorki upp né niđur í ţessu rugli, enda var ţá Mikki refur kominn í stađ ljónsins. Sumariđ 2000 var leikţátturinn síđan sýndur á Kaffileikhúsi í Café Riis á Hólmavík fyrir ţá 30 Strandamenn sem enn áttu eftir ađ sjá hann.

Fjölmargir hafa spreytt sig á ađ leika í Pýramus og Ţispu, en ţeir sem oftast hafa leikiđ eru Salbjörg Engilbertsdóttir, Einar Indriđason og Sigurđur Atlason. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ţetta leikrit verđur leikiđ til eilífđarnóns.

- Okkur vantar myndir !!! -

Höfundur: 

William Shakespeare

Leikarar og persónur í gegnum árin:

Jón Jónsson Pýramus
Sigurđur Atlason Pýramus, Mikki refur
Jón Gísli Jónsson Ţispa
Salbjörg Engilbertsdóttir Ţispa
Sigríđur Jónsdóttir Ţispa
Magnús Rafnsson Ţulurinn
Ómar Pálsson Tungliđ
Sverrir Guđbrandsson Ljóniđ
Hrefna Guđmundsdóttir
Guđmundína Haraldsdóttir
Sigurrós Ţórđardóttir
Arnar Jónsson Ţulur, múrinn, tungliđ og ljóniđ
Einar Indriđason Ţulur, múrinn, tungliđ og ljóniđ

Sýningar (7):

Hólmavík - 17. maí 1991
Vestmannaeyjar - 27. maí 1993
Árnes - 26. júní 1993
Hólmavík - 11. september 1993
Hólmavík - 1. maí 1994
Raufarhöfn - 22. júlí 1995
Hólmavík - sumariđ 2000

   

Spakmćli verksins: "Ég heyri andlit Ţispu hingađ inn.“

 
Vefur
: SÖGUSMIĐJAN
© 2002