Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Sweeney Todd ¤ 2015

Árið 2015 var ákveðið að gera eitthvað öðruvísi en venjulega. Niðurstaðan var að setja upp leikritið Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafnargötuna og frumsýna stykkið á Hörmungardögum, þeirri bráðskemmtilegu og frábærlega vel heppnuðu bæjarhátíð í Strandabyggð. Ein ástæðan var valinu á stykkinu var sú að nú var boðið upp á dreifnám í heimabyggð á Hólmavík fyrir 16-18 ára unglinga í fyrsta sinn og ástæða þótti til að taka stykki sem myndi höfða til þeirra og þeir hefðu gaman af að taka þátt í. Sem varð líka reyndin.

Sweeney Todd er eitt af sígildari verkum leikbókmenntanna og bauð sýningin upp á magnað ferðalag um tilfinningaskalann - sviti og tár var til staðar og firnafár af blóði var þarna líka. Börn yngri en 12 ára voru hvött til að vera í fylgd með fullorðnum.

Atvinnuleikstjórinn Eyvindur Karlsson var fenginn til að leikstýra. Hann fær bestu meðmæli leikhópsins og á hrós skilið, enda hélt hann alltaf í vonina um að uppsetningin yrði tímalaus snilld. Bugaðist bara aðeins örlítið á einni æfingu. Það er ekki neitt.

Leikhópurinn

Að kvöldi föstudagsins langa var haldin miðnætursýning þar sem boðið var upp á kjötbökur, en sýningin gerist einmitt að hluta í kjötbökubúð frú Lovett sem notar mannakjöt í bökurnar sínar. Einhverra hluta vegna var salan á kjötbökunum ekkert glimrandi góð.

Veikindi leikara settu svip á lokasýningar verksins, sumir voru með nærri 40 stiga hita á síðustu tveimur sýningunum. En sýndu samt, sama hvað, að sjálfsögðu. Í lokaatriði einnar sýningarinnar kastaði einn leikarinn meira að segja upp á sviðinu, rétt eftir að hafa kvartað sáran yfir að hafa verið látinn éta allar þessar mannakjötsbökur. Tímasetningin getur ekki orðið betri en þetta.

Höfundur: 

Christopher Bond

Þýðandi: 

Davíð Þór Jónsson

Leikstjóri: 

Eyvindur Karlsson

Persónur og leikarar: 

Sweeney Todd                   Eiríkur Valdimarsson
Frú Lovett                          Ásta Þórisdóttir

Turpin dómari                     Jón Jónsson
Sköllótti maðurinn              Matthías Lýðsson

Betlikerlingin                      Ingibjörg Emilsdóttir


Tækni- og hljóðmaður:

*

Lýsing:

*

Ljósamaður:

*

Sviðsmynd, tjald og leikmunir:

*

Búningar og leikmunir:

*

Hárgreiðsla og förðun: 

*

Leikskrá: 

Salbjörg Engilbertsdóttir

Miðasölustjóri: 

Ester Sigfúsdóttir

Sýningar:

 Frumsýning: Laugardaginn 21. febrúar, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 2. sýning: Mánudaginn  23. febrúar, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 3. sýning: laugardaginn 28. febrúar, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
 4. sýning: Sunnudaginn 29. mars, kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík

 5. sýning: Miðnætursýning 3. apríl, kl. 22:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
Lokasýning: Páskadagskvöld 5. apríl kl. 20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík


 

Spakmæli verksins: „*.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002