Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

1002. fundur - 4. feb. 2003

Ár 2002 þriðjudaginn 4. febrúar 2003 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Björn Fannar Hjálmarsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 4 töluliðum :

  • 1. Trúnaðarmál.
  • 2. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 30. janúar 2003.
  • 3. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar 2003.
  • 4. Fundargerð félagsmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Trúnaðarmál: Sveitarstjóri gerði grein fyrir trúnaðarmáli, sem fært er í trúnaðarbók.

2. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 30. janúar 2003: Lögð fram fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá stjórnarfundi 30. jan, þar sem samþykkt var að kanna nýtt rekstrarform fyrir Sorpsamlag Strandasýslu. Lagt fram til kynningar.

3. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar 2003: Lögð fram fundargerð frá 75. fundi húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð félagsmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar 2003: Lögð fram fundargerð félagsmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. febrúar 2003. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt en athugasemd kom fram um að félagsmálanefnd ber heitið félagsmálaráð.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign), Björn Hjálmarsson (sign), Eysteinn Gunnarson (sign).

       

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson