Strandabyggð
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

    
Nokkrir tenglar:

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík er rekin yfir sumarið í anddyri félagsheimilisins. Þar er líka umsjón með tjaldsvæðinu og handverkssala Strandakúnstar sem er hópur handverksmanna um miðbik Stranda. Síma og tölvupósti er svarað allt árið. 

Hamingjudagar á Hólmavík voru haldnir í fyrsta sinn sumarið 2005.  Áætlað er að halda þessa bæjarhátíð fyrstu helgina í júlí ár hvert.  Hamingjudagar er frábær fjölskylduskemmtun þar sem  markmiðið er að íbúar sveitarfélagsins skemmti sér og gestum sínum á fjölbreyttan hátt og sýni og sanni að hamingjan sanna sé á Hólmavík.

Grunnskólinn á Hólmavík er einsetinn skóli sem tæplega 90 börn ganga í. Vel hefur gengið að manna skólann undanfarin ár og þar er úrvals starfslið. Skólastjóri er Victor Örn Victorsson.

Galdrastafurinn AngurgapiGaldrasýning á Ströndum var opnuð á Hólmavík í júní 2000. Á sýningunni sem er opin alla daga yfir sumarið er fjallað um þjóðtrú og sögu 17. aldar á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Sauðfjársetur á Ströndum var opnað í Sævangi við sunnanverðan Steingrímsfjörð sumarið 2002. Þar er skemmtileg sýning um sauðfjárbúskap fyrr og nú, handverksbúð og kaffistofa. Sævangur er 12 km sunnan við Hólmavík.

Café Riis er veitingastaður í elsta húsi Hólmavíkur, Riis-húsi, sem var byggt árið 1897. Staðurinn er opinn yfir sumartímann og af og til að vetrarlagi.

Ferðaþjónustan Kirkjuból við sunnanverðan Steingrímsfjörð er með vefsíðu þar sem sagt er frá gistihúsinu sem tók til starfa sumarið 2001. Kirkjuból er 12 km sunnan við Hólmavík.

Leikfélag Hólmavíkur er rótgróið og öflugt áhugaleikfélag sem hefur verið mjög virkt síðustu árin. Það heldur úti afar skemmtilegum vef um starfsemi sína. 

Héraðsbókasafn Strandasýslu er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík. Starfsemi þess er stöðugt að eflast og á veturna eru reglulega haldin bóka- og ljóðakvöld.

Á Hólmavík gerast ævintýrin reglulega. Á veraldarvefnum er sagt frá einu slíku, Skjaldbökuævintýrinu árið 1963.

Sögusmiðjan er fyrirtæki á Ströndum sem einbeitir sér að margvíslegum menningar- og ferðaþjónustuverkefnum um land allt. Það er til húsa á Kirkjubóli við sunnanverðan Steingrímsfjörð.

Vefurinn strandir.is er fréttavefur og tengibretti fyrir alla Strandasýslu.

VestfjarðavefurinnÁ Vestfjarðavefnum er margvíslegur fróðleikur um ferðaþjónustu á Ströndum og sérstöðu svæðisins. Áhersla er lögð á útivist, mannlíf og sögu.

Raufarhöfn er vinabær Hólmavíkur hér á landi á og hefur verið það frá árinu 1990. Hólmavík á líka vinabæi í útlöndum, einn á hverju Norðurlandanna. 

    

  
 

Sveitarstjóri:

Senda póst!

Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Valdemar Guðmundsson



Rúna Stína Ásgrímsdóttir
 


Jón Gísli Jónsson
 


Már Ólafsson
 


Daði Guðjónsson

Einar Hansen hugar að netum 

      - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Strandabyggð Hafnarbraut 19, Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja 

      - ljósmynd: Jón Jónsson