Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1004. fundur - 18. feb. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 18. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. 

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  • 1. Bréf frá Magnúsi Gústafssyni o.fl. vegna úthlutunar byggðakvóta.
  • 2. Samgönguáætlun 2003-2014 ásamt ályktun bæjarstjórnar Bolungavíkur um samgöngumál.
  • 3. Kosning í undirkjörstjórn vegna alþingiskosninganna 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Bréf frá Magnúsi Gústafssyni o.fl. vegna úthlutunar byggðakvóta: Borist hefur bréf dags. 14. febrúar 2003 frá Magnúsi Gústafssyni ásamt útskrift af krókaaflamarki fyrir bátana Gylfa BA og Hafbjörgu ST.

Ennfremur hefur borist bréf dags. 17. febrúar 2003 frá Særoða ehf., þar sem einnig er mótmælt afgreiðslu á tillögu um úthlutun á byggðakvóta á síðasta hreppsnefndarfundi. Tekið er fram í bréfinu að "til að tryggja að aflinn komi til vinnslu á staðnum er að vinnslan fái úthlutunina og semji síðan við útgerðir um að veiða kvótann." Særoði ehf. tók fram að fyrirtækið var ekki aðili að bréfi Magnúsar Gústafssonar.

Oddviti kynnti einnig eftirfarandi bréf: "Við undirritaðir eigendur Hlakkar ST-66 óskum eftir því að verða tekin út úr umsókninni um byggðakvóta, sama á við um Lillu ST-87 skv. símtali við Benedikt í morgun. Hólmavík 18. febrúar 2001. Bryndís Sigurðardóttir (sign) Ingvar Pétursson (sign)."

Hreppsnefndin var sammála um eftirfarandi bókun:

Hreppsnefnd harmar þá umræðu, sem hefur orðið í sveitarfélaginu varðandi byggðakvóta, sem sótt var um til að efla og styrkja atvinnu og byggð í sveitarfélaginu. Einnig harmar hreppsnefnd þá ákvörðun eigenda tveggja útgerða um að draga umsóknir sínar til baka.

Hreppsnefnd samhljóða eftirfarandi:

Fallið er frá samþykkt frá síðasta hreppsnefndarfundi um tillögu að kvótaúthlutun. Samþykkt var samhljóða að gera tillögu til Sjávarútvegsráðuneytisins um eftirfarandi úthlutun á byggðakvóta:

Úthlutun 65 tonn, 25% aflamark, 75% jöfn skipti.

  Bensi Egils  Hafbjörg  Ösp  Straumur
% hlutfall  10,43  12,31 0 10,71
16.250 5.065 5.982 0 5.203
48.750 12.188 12.188  12.188  12.188
Samtals:  17.253 18.170  12.188 17.391
í prósentum:  26,54% 27,95% 18,75% 26,76%

2. Samgönguáætlun 2003-2014 ásamt ályktun bæjarstjórnar Bolungavíkur um samgöngumál: Borist hafa samþykktir frá bæjarráði Bolungavíkur, bæjarráðs Ísafjarðar, hreppsnefnd Súðavíkur sem hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps samþykkir einnig sem sameiginlega bókun allra sveitarfélagsmanna og er eftirfarandi:

"1.Vegamál á Vestfjörðum, viðbótarframlag ríkisstjórnar. Nokkur umræða var um málið og var eftirfarandi samþykkt eftir ýtarlegar umræður. 

Fundurinn vísar til fyrri samþykkta Fjórðungsþinga Vestfirðinga og sameiginlegra funda Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkurhrepps, en þar er kveðið á um að framtíðarleiðin úr Djúpi liggi um Arnkötludal á Ströndum. Er það rúmlega 40 km. stytting á leiðinni til Reykjavíkur og er samstaða meðal sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og sveitarstjórnar Hólmavíkurhrepps um þá leið.

Vegur um Arnkötludal og Gautsdal mun stytta vegalengdina milli norðanverða Vestfjarða og suðvesturhornsins auk þess sem hann mun tengja tvö atvinnu- og þjónustusvæði á Vestfjörðum sem næstum engin landfræðileg samskipti hafa í dag, þ.e. Stranda og Austur-Barðastrandasýslu. Framkvæmdin yrði nauðsynlegur og eftirsóknarverður hlekkur í Vestfjarðahringnum.

Á það er lögð áhersla að komið verði bundið slitlag á Djúpveg inn á þjóðveg nr. 1 á 5 árum í stað 12 eins og kemur fram í tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014, enda er um að ræða aðalveg íbúa á norðanverðum Vestfjörðum inn á þjóðveg nr. 1.

Sveitarfélögin óska eftir góðu samstarfi við samgönguráðherra, þingmenn, og starfsmenn Vegagerðarinnar um samgöngumál og æskja þess að samráð verði haft við sveitarfélögin áður en endanleg ákvörðun verði tekin um ráðstöfun þeirra fjármuna sem nú bætast við til vegamála."

3. Kosning í undirkjörstjórn vegna alþingiskosninganna 2003: Kosnir voru eftirfarandi í undirkjörstjórnir við Alþingiskosningarnar 2003:

Hólmavíkurkjördeild:

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir, póstmeistari kt. 081046-3449, Borgabraut 2
Maríus Kárason, verkamaður kt. 280736-3769, Borgabraut 7
Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofumaður, kt. 081059-5199, Víkurtúni 12

Varamenn:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, kennari kt. 060960-2249, Lækjartúni 15
Magnús H. Magnússon, rafvirki kt. 020252-4139, Vitabraut 1
Signý Ólafsdóttir, gjaldkeri kt. 091157-3149, Austurtúni 14

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

           

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson