Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1005. fundur - 18. mars 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 18. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  • 1. Styrkbeiðni vegna Strandagöngu.

  • 2. Styrkbeiðni frá norrænu Alzheimersamtökunum.

  • 3. Kynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar á Hólmavíkurvegi um Kálfaneslæk.

  • 4. Beiðni um samþykki hreppsnefndar á nýju merki slökkviliðs Hólmavíkur.

  • 5. Beiðni um inntöku nýs félaga í slökkvilið Hólmavíkur.

  • 6. Bréf frá Úrvinnslusjóði um fyrirhugað samstarf við sveitarfélög/sorpsamlaga um endurnýtingu úrgangs.

  • 7. Fundargerð 74. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði.

  • 8. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga.

  • 9. Fundargerð 701. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

  • 10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

  • 11. Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Styrkbeiðni vegna Strandagöngu: Borist hefur bréf dags. 5. mars 2003 frá Skíðafélagi Strandamanna, þar sem farið er fram á styrk vegna Strandagöngu að upphæð 100.000.- kr. Samþykkt var að verða við erindinu.

2. Styrkbeiðni frá norrænu Alzheimersamtökunum: Borist hefur bréf dags.24. febrúar 2003 frá FAAS, Félagi áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúklinga, um framlag til samtakanna. Samþykkt var að hafna erindinu.

3. Kynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar á Hólmavíkurvegi um Kálfaneslæk: Borist hefur uppdráttur af fyrirhuguðum framkvæmdum við veginn frá Skeiði að Miðtúni, á komandi sumri, og samningur um lögn á gangstíg meðfram veginum, sem Hólmavíkurhreppur ber kostnað af eða kr. 8.000.- á metra. Uppdráttur af vegaframkvæmdum verður kynntur á hefðbundinn hátt. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn.

4. Beiðni um samþykki hreppsnefndar á nýju merki slökkviliðs Hólmavíkur: Lagt fram bréf dags. 13. mars 2003 frá slökkviliði Hólmavíkur ásamt teikningu af nýju merki. Samþykkt var tillaga um merkið, með þeim breytingum að Hólmavíkurmerkið, sem er hluti af teikningunni, verði í samræmi við merki hreppsins.

5. Beiðni um inntöku nýs félaga í slökkvilið Hólmavíkur: Borist hefur bréf frá slökkviliðsstjóra um að nýr liðsmaður Guðjón Fr. Jónsson, Víkurtúni 15, verði tekinn í slökkvilið Hólmavíkur. Erindið var samþykkt.

6. Bréf frá Úrvinnslusjóði um fyrirhugað samstarf við sveitarfélög/sorpsamlag um endurnýtingu úrgangs: Borist hefur bréf dags. 11. febrúar 2003 frá Úrvinnslusjóði, ásamt kynningu á nýjum lögum um úrvinnslugjald. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kynna sér málið og undirbúa það.

7. Fundargerð 74. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði: Borist hefur fundargerð frá 74. skólanefndarfundi MÍ frá 3. mars s.l. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 31. febrúar 2003 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum frá 12. fundi Launanefndar, 3. fundar samstarfsnefndar L.N. og dagskrá ráðstefnu 14. mars Staðardagskrá 21. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 701. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga: Borist hefur fundargerð frá 701. fundi frá 21. febr. Samb. ísl sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða: Borist hefur bréf dags. 11. febr. 2003 frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða ásamt 34. fundi heilbrigðisnefndar frá 7. febrúar 2003. Lagt fram til kynningar. 

11. Trúnaðarmál: Sveitarstjóri gerði grein fyrir trúnaðarmáli sem var fært í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

            

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson