Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1008. fundur - 6. maí 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 6. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 14 liðum. Fram kom að eðlilegt væri að ræða saman 3. lið og 7. lið er varða leikskólann Lækjarbrekku og var það samþykkt samhljóða.

  • 1. Beiðni um endurkaup á félagslegu húsnæði.
  • 2. Tilboð í húseignina Víðidalsá.
  • 3. Málefni leikskólans Lækjarbrekku.
  • 4. Kynning á breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.
  • 5. 63. fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga.
  • 6. Fundargerð 58. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
  • 7. Fundargerðir leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps.
  • 8. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps.
  • 9. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps.
  • 10. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps.
  • 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. apríl 2003.
  • 12. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 3. apríl 2003.
  • 13. Bréf Sögusmiðjunnar um upplýsingamiðstöð á Hólmavík.
  • 14. Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Beiðni um endurkaup á félagslegu húsnæði: Borist hefur bréf dags. 29. apríl 2003 frá Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur um að hreppurinn kaupi húseign hennar nr. 4 við Austurtún. Hreppsnefnd samþykkti að verða við erindinu. 

2. Tilboð í húseignina Víðidalsá: Borist hefur bréf dags. 25. apríl 2003 frá Skúla Gautasyni og Þórhildi Örvarsdóttur á Akureyri ásamt kauptilboði í íbúðarhúsið á Víðidalsá með það fyrir augum að endurbyggja húsið og lagfæra lóð eftir nánara samkomulagi. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir hreppsnefnd síðar til afgreiðslu.

3. Málefni leikskólans Lækjarbrekku

7. Fundargerðir leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps: Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra varðandi kjaramál starfsmanna leikskólans.Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 22. apríl 2003 og frá 28. apríl 2003. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða varðandi fundargerð frá 22. apríl: 2. lið hafnað.

Fundargerð frá 28. apríl: Hafnað er að greitt verði fyrir kortersmismun í dvalartíma barna, skv. síðasta lið. Að öðru leyti eru fundargerðir samþykktar.

Málefni leikskólans:

Samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra virðist vinnuskylda starfsmanna hafa verið mun minni en eðlilegt getur talist. Samþykkt var samhljóða að leita leiða til að jafna ágreining um túlkun kjarasamninga og Haraldur V.A. Jónsson og Kristín S. Einarsdóttir voru tilnefnd til að vinna að lausn málsins ásamt sveitarstjóra.

4. Kynning á breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu: Borist hefur bréf dags. 10. apríl 2003 frá heilbrigðisráðuneyti, varðandi upplýsinga- og samráðsfundi á starfsvæði Heilbrigðisstofnunarinnar.

5. 63. fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 11. apríl 2003 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt ályktunum fulltrúaráðsins, fundi þess 10. apríl sl.

6. Fundargerð 58. fundar Launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 9. apríl 2003 ásamt fundargerð Launanefndar og Félags leikskólakennara frá 31. mars 2003. Lagt fram til kynningar.

7. Sjá ofar.

8. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps: Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 22. apríl 2003. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps. Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 23. apríl 2003. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

10. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 28. apríl 2003. Fundargerðin var samþykkt samhljóða nema e. liður í 6. máli um 30 km. hámarkshraða á Hafnarbraut og Skólabrekku, hann verði tekinn aftur til umfjöllunar hjá nefndinni, samanber reglugerð um umferðarmerkingar á Hólmavík.

11. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. apríl 2003. Borist hefur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 7. apríl 2003, ásamt fundargerð frá 36. fundi Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 3. apríl 2003. Lögð fram fundargerð bókasafnsnefndar frá 3. apríl 2003. Lögð fram til kynningar. 

13. Bréf Sögusmiðjunnar um upplýsingamiðstöð á Hólmavík. Í samræmi við bréf Sögusmiðjunnar frá 8. apríl 2003, samþykkir hreppsnefnd samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Sögusmiðjuna um að sjá um reksturinn á upplýsingamiðstöðinni.

14. Trúnaðarmál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir trúnaðarmáli og var það fært í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

              

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson