Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1010. fundur - 3. júní 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 3. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V. A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Valdemar Guðmundsson og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá, um að 7. mál yrði tekið á dagskrá: Refa- og minkaeyðing. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá var því eftirfarandi:

1.  Lánsþörf Hólmavíkurhrepps árið 2003.

2.  Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkurhrepps dags. 27. maí 2003.

3.  Bréf Olíufélagsins varðandi innkeyrslu inn á lóð þeirra samkvæmt nýju skipulagi.

4.  Bréf Félagsmálaráðuneytisins um nýjar leiðbeiningar fyrir félagsmálanefndir.

5.  Fundargerð 187. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 14. maí 2003.

6.  Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur.

7.  Refa-og minkaveiðar.

Þá var gengið til dagskrár:

1.   Lánsþörf Hólmavíkurhrepps árið 2003: Lagt fram minnisblað sveitarstjóra þar sum lagt er til að Hólmavíkurhreppur taki lán í nafni hreppsins, með útgáfu skuldabréfs að upphæð kr. 50.000.000.- til 25 ára. Lántakan samþykkt samhljóða.

2.   Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkurhrepps dags. 27. maí 2003: Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 27. maí sl. Hreppsnefnd samþykkir að hafna afgreiðslu skólanefndar á 3. máli (2. liður dagskrár) um skólaakstur að Djúpi og heimavist næsta vetur, en sveitarstjóra er falið að leggja fyirr næsta hreppsnefndarfund tillögu til lausnar á málinu. Staðfest er ráðning kennara að Tónskóla, sem er Bjarni Ómar Haraldsson og kennara að Grunnskóla Hólmavíkur, sem er Jórunn Helena Jónsdóttir. Fundargerð var samþykkt þannig.

3.   Bréf Olíufélagsins varðandi innkeyrslu inn á lóð þeirra samkvæmt nýju skipulagi: Borist hefur bréf dags. 14. maí 2003 frá Olíufélaginu ehf. og bréf dags. 16. maí 2003 frá kaupfélagi Steingrímsfjarðar, þar sem fram koma athugasemdir við deiliskipulag varðandi aðkomu að Essó-skála og bílastæði við lóð verslunar KSH. Einnig liggur fyrir bréf byggingarfulltrúa frá 16. maí, sem er umsögn um bréf KSH. Hreppsnefnd fellst á sjónarmið byggingarfulltrúa og Vegagerðarinnar og telur að málið sé afgreitt, en fer fram á að hraðahindrun verði áfram.

4.   Bréf Félagsmálaráðuneytisins um nýjar leiðbeiningar fyrir félagsmálanefndir: Borist hefur bréf dags. 15. maí 2003 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi nýjar reglur og námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn og félagsmálanefndir innan skamms. Lagt fram til kynningar.

5.   Fundargerð 187. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 14. maí 2003: Borist hefur bréf dags. 15. maí 2003 ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga 187. fundi 14. maí 2003. Lagt fram til kynningar.

6.   Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur: Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um byggingaframkvæmdir íþróttamiðstöðvar. Samþykkt var að fallast á að verktaki Guðmundur Friðriksson skili 1. áfanga í síðasta lagi 15. ágúst n.k.

7.   Refa- og minkaveiðar: Samþykkt var að fyrirkomulag refa- og minkaveiða verði með sama hætti og síðastliðið ár.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15. 

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Már Ólafsson (sign), Valdemar Jónsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

 

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson