Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1015. fundur - 30. sept. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 30. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 7 liðum samkvæmt fundarboði: 

1. Erindi frá Snævari Guðmundssyni um greiðslu heimavistargjalds á síðasta skólaári.

2. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga vegna hafnafundar 31. október 2003.

3. Tilboð frá Tætingu ehf. um tætingu á núverandi timburhaug við urðunarstað.

4. Málefni Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar.

5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. september 2003.

6. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 29. september 2003.

7. Fundargerð Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar Hólmavíkurhrepps dags. 29. september 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Snævari Guðmundssyni um greiðslu heimavistargjalds á síðasta skólaári: Tekið fyrir erindi Snævars Guðmundssonar, mál 3 á hreppsnefndarfundi 26. ágúst 2003, en var frestað þá.  Oddviti lagði til að Snævari verði greidd krafan um heimavistargjald að upphæð kr. 124.776.- Tillagan var samþykkt með 3 atkv. gegn 2.

2. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga vegna hafnafundar 31. október 2003: Borist hefur bréf dags. 19. september 2003 frá Hafnasambandi sveitarfélaga ásamt fundarboði og dagskrá ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga, sem verður haldinn í Reykjavík 31. október 2003.

3. Tilboð frá Tætingu ehf. um tætingu á núverandi timburhaug við urðunarstað: Borist hefur tilboð dags. 15. september 2003 frá Tætingu ehf. að upphæð kr. 1.437.312.- eða kr. 2,40 á kg. til að tæta timbur sem hefur safnast upp í úrgangi. Samþykkt var að hafna tilboðinu.

4. Málefni Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar: Lagt fram minnisblað dags. 25. september frá sveitarstjóra um kosningu nýrra manna í Bygginga-, umferðar-og skipulagsnefnd vegna brottflutnings fulltrúa. Varamaður í nefndina var kosinn Már Ólafsson í stað Dagnýjar Júlíusdóttur.

5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. september 2003: Lögð fram fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 25. sept. sl.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 29. september 2003: Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs 29. sept. sl.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar Hólmavíkurhrepps dags. 29. september 2003: Lögð fram fundargerð S.U.B frá 29. sept. sl. Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15 .

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Hlíf Hrólfsdóttir (sign), Már Ólafsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
                     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson