Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1021. fundur - 11. des. 2003

Ár 2003 fimmtudaginn 11. desember 2003 var haldinn aukafundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson og Ingibjörg Emilsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 11.00.

Fyrir fundinum liggur eitt mál: Útboð í annan hluta Íþróttamiðstöðvar á
Hólmavík.

Búið er að ræða við Ágúst og Flosa hf. og Trésmiðju Guðmundar um þeirra tilboð. Nokkrir þættir í útboðinu eru ekki á hreinu en ef þeir eru teknir út þá er Trésmiðja Guðmundar lægri. Þeir þættir sem þar eru teknir út eru: skjólgirðing, rafknúin tromlugrind og yfirbreiðsla á sundlaug. Nokkrar umræður urðu um tilboðin og hina ýmsu þætti þar í. Jafnframt var rætt um það sem er búið í fyrsta áfanga. Oddviti bar upp þá tillögu að taka tilboðinu frá Trésmiðju Guðmundar og var það samþ. samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.55.

Elfa Björk Bragadóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Valdemar Guðmundsson, Ásdís Leifsdóttir.
                       

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson