Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1025. fundur - 10. feb. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 10. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17.00.

Elfa Björk varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu
fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir
og Björn Hjálmarsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 7 töluliðum:

  • 1. Beiðni um fjárstyrk til kaupa á peysum fyrir starfsmenn Grunnskóla
    Hólmavíkur.

  • 2. Bréf frá Hannesi Leifssyni dags. 28.01.04.

  • 3. Beiðni frá Kristínu Einarsdóttur um afslátt v/afnota af tölvustofu Grunnskóla Hólmavíkur.

  • 4. Umsóknir um aðstöðu fyrir hross frá Kristjáni Sigurðssyni og Victori Ö. Victorssyni.

  • 5. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 29. janúar 2004.

  • 6. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 9. febrúar 2004.

  • 7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 30. janúar 2004.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Beiðni um fjárstyrk til kaupa á peysum fyrir starfsmenn Grunnskóla Hólmavíkur. Borist hefur bréf dags. 5. febrúar 2004 frá starfsmönnum Grunnskóla Hólmavíkur með umsókn um styrk til að kaupa flíspeysur merktar skólanum. Samþykkt var að veita 1.000.- króna styrk til þeirra starfsmanna sem kaupa peysu.

2. Bréf frá Hannesi Leifssyni dags. 28.01.04. Borist hefur bréf dags. 28.01. 2004 frá Hannesi Leifssyni og varðar bréf hreppsnefndar frá 16. janúar og bréf Haraldar V.A. Jónssonar oddvita hreppsnefndar frá 12. janúar sl.  Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri vék af fundi á meðan þessi dagskrárliður var ræddur og afgreiddur. Bréfritari fór fram á það í niðurlagi bréfsins "að það verði bókað í fundargerð hreppsnefndar í heild sinni". Í upphafi umræðna vakti varaoddviti máls á því að ekki væri ástæða til að bóka bréfið í heild sinni. Fjórir hreppsnefndarmenn samþykktu það en Björn Hjálmarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu. Hreppsnefnd sammála eftirfarandi bókun: Hreppsnefnd þakkar Hannesi Leifssyni fyrir bréfið og þær upplýsingar, sem koma fram í því.

3. Beiðni frá Kristínu Einarsdóttur um afslátt v/afnota af tölvustofu Grunnskóla Hólmavíkur. Tekið fyrir bréf frá Kristínu Einarsdóttur, sem var á dagskrá í 7. lið á síðasta fundi. Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu, þar sem sjáanlegt er að námskeið verða ekki haldin fyrr en á næsta hausti. Kristín S. Einarsdóttir vék af fundi og var ekki viðstödd afgreiðslu þessa dagskrárliðs.

4. Umsóknir um aðstöðu fyrir hross frá Kristjáni Sigurðssyni og Victori Ö. Victorssyni. Borist hafa bréf frá Kristjáni Sigurðssyni með umsókn fyrir 1 hross í hesthúsi við Víðidalsá og fyrir 3 hross frá Victori Ö. Victorssyni. Samþykkt var að verða við þessum umsóknum.

5. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 29. janúar 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. frá 29. jan. sl. Lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 9. febrúar 2004. Lögð fram fundargerð Húsnæðisnefndar frá 9. febrúar sl. þar sem Magnús Sigurðsson Hólmavík, sækir um viðbótarlán. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 30. janúar 2004. Borist hefur bréf dags. 2. febrúar 2004 ásamt fundargerð 41. fundar Heilbrigðisnefndar auglýsingu dags. 23. des. um breytingu á gjaldskrá, lista fyrir leyfðar brennur o.fl. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Björn Hjálmarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

    

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson