Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1028. fundur - 30. mars 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 30. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17.00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir, Elfa Björk
Bragadóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti gerði tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að 10. liður bætist
við: Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um skipan í nefnd um framkvæmd
byggðaáætlunar fyrir Vestfirði. 11. Fundargerð eftirlitsnefndar um byggingu
íþróttamiðstöðvar.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá:

  • 1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tillögur um sameiningarkosti sveitarfélaga á svæðinu.

  • 2. Erindi frá Guðmundi O. Sigurðssyni um að halda tvær greinar í
    Vestfjarðavíkingnum á Hólmavík ásamt styrkbeiðni vegna keppninnar.

  • 3. Erindi frá Gunnari Þórðarsyni um endurupptöku á styrkbeiðni vegna
    endurbyggingar Björnshúss.

  • 4. Styrkbeiðni frá Briddsfélagi Hólmavíkur vegna firmakeppni félagsins árið 2004.

  • 5. Skýrsla sveitarstjóra.

  • 6. Beiðni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um vinnu sveitarfélaga við
    endurskoðun byggðaáætlunar.

  • 7. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna veitingar á starfsleyfi
    fyrir kræklingaeldi í Steingrímsfirði.

  • 8. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 18. mars 2004.

  • 9. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 22. mars 2004.

  • 10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um skipan í nefnd um framkvæmd byggðaáætlunar fyrir Vestfirði.

  • 11. Fundargerð eftirlitsnefndar um byggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tillögur um sameiningarkosti
sveitarfélaga á svæðinu. Borist hefur bréf dags. 8. mars 2004 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum til erindis sameiningarnefndarinnar um að Fjórðungssambandið taki að sér vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Óskað er svars fyrir 7. apríl.  Með bréfinu kom bréf dags. 19. febrúar frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga.
Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að taka jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að svara því.

2. Erindi frá Guðmundi O. Sigurðssyni um að halda tvær greinar í Vestfjarðavíkingnum á Hólmavík ásamt styrkbeiðni vegna keppninnar. Borist
hefur bréf frá Guðmundi Otra, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr.
120.000.- til að hluti kraftakeppni verði haldinn á Hólmavík á næsta sumri.
Samþykkt var að verða við erindinu og sveitarstjóra falið að leita eftir
frekari upplýsingum.

3. Erindi frá Gunnari Þórðarsyni um endurupptöku á styrkbeiðni vegna
endurbyggingar Björnshúss. Borist hefur bréf frá Gunnari Þórðarsyni tónlistarmanni dags. 12. mars 2004 þar sem hann ítrekar styrkbeiðni frá 30. ágúst 2001. Samþykkt var að fresta erindinu en sveitarstjóra falið að undirbúa tillögu að reglum til að úthluta styrkjum til endurbyggingar gamalla húsa og leggja fyrir næsta hreppsnefndarfund.

4. Styrkbeiðni frá Briddsfélagi Hólmavíkur vegna firmakeppni félagsins árið
2004. Borist hefur umsókn um styrk í bréfi dags. 24. mars frá Briddsfélagi
Hólmavíkur. Samþykkt var samhljóða að veita félaginu styrk að upphæð kr.
20.000.-

5. Skýrsla sveitarstjóra. Sveitarstjóri lagði fram skýrslu um nokkur mál sem eru í athugun og koma til með að þurfa að afgreiðast í hreppsnefnd fyrr eða síðar. Eftirfarandi var samþykkt: 

1. Samþykkt var að auglýsa Austurtún 2 til sölu til viðbótar við þær íbúðir sem eru á söluskrá.

2. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að undirbúa fund í Reykjavík hjá ráðuneytum og með alþingismönnum kjördæmisins.

6. Beiðni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um vinnu sveitarfélaga við
endurskoðun byggðaáætlunar. Borist hefur bréf frá Fjórðungssambandinu
dags. 15. mars 2004, varðandi tillögur hreppsnefndar við endurskoðun
byggðaáætlunar fyrir Vestfirði. Samþykkt var að vísa erindinu til nefndar
Hólmavíkurhrepps í stefnumótun atvinnumála og fela henni að taka málið til
athugunar.

7. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna veitingar á starfsleyfi
fyrir kræklingaeldi í Steingrímsfirði. Borist hefur starfsleyfi til kræklingaeldis á Steingrímsfirði samkvæmt umsókn Ólafs Björns Halldórssonar á Hólmavík. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 18. mars 2004. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs frá 18. mars 2004. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps
dags. 22. mars 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. Fundargerðin var
samþykkt samhljóða.

10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um skipan í nefnd um framkvæmd
byggðaáætlunar fyrir Vestfirði. Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandinu um
skipan fulltrúa í nefnd frá hreppsnefndum í Strandasýslu til setu í byggðaáætlunarnefnd Vestfjarða. Samþykkt var að tilnefna Ásdísi Leifsdóttur
sveitarstjóra í nefndina og fela henni að hafa sambandi við oddvita í sýslunni.

11. Fundargerð eftirlitsnefndar um byggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.
Lögð fram fundargerð dags. 23. mars 2004 um framkvæmd byggingar 
íþróttamiðstöðvar undirritað af sveitarstjóra og hreppsnefndarmönnum, sem
fjalla um málefnið. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15. 

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
  

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson