Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1029. fundur - 20. apríl 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 20. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu hreppsins.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans
sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn
Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi boðaða dagskrá í 10 töluliðum:

  • 1. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu.

  • 2. Styrkbeiðni frá Reyni Bergsveinssyni vegna tilraunar á hönnun og notkun minkasíu.

  • 3. Erindi frá Eysteini Gunnarssyni um aðstöðu til ræktunar græðlinga í
    gróðurkössum.

  • 4. Beiðni frá Á.T.V.R um staðfestingu hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps um staðarval á vínbúð.

  • 5. Erindi frá KSÍ um uppbyggingu sparkvalla um land allt ásamt
    umsóknareyðublaði og samningi.

  • 6. Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn Hólmavíkurhrepps um tillögu að matsáætlun vegna vegar um Arnkötludal í Hólmavíkurhreppi.

  • 7. Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar dags. 14. apríl 2004.

  • 8. Kynning á efnistöku við Kleifabjörg frá Vegagerðinni.

  • 9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. mars 2004

  • 10. Erindi frá Kristbjörgu Lóu Árnadóttur vegna fyrirkomulags skólaaksturs og greiðslna til einstakra foreldra.

Þá var gengið til dagskrár:


1. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu. Borist hefur bréf dags. 13. apríl 2004 frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu, með beiðni um styrk.  Samþykkt var að verða við erindinu í samræmi við fjárhagsáætlun hreppsins 2004.

2. Styrkbeiðni frá Reyni Bergsveinssyni vegna tilraunar á hönnun og notkun
minkasíu. Borist hefur bréf dags. 6. apríl 2004 frá Reyni Bergsveinssyni um styrk vegna minkagildru, sem hann hefur hannað og er í prófun. Samþykkt var samhljóða að verða ekki við erindinu.

3. Erindi frá Eysteini Gunnarssyni um aðstöðu til ræktunar græðlinga í
gróðurkössum. Eysteinn Gunnarsson vék af fundi á meðan þessi dagskrárliður var afgreiddur. Borist hefur bréf frá Eysteini Gunnarssyni með umsókn um 30 x 40 m lóð fyrir ofan Flugvöll til að rækta græðlinga til trjáræktar. Samþykkt var að verða við erindinu.

4. Beiðni frá Á.T.V.R um staðfestingu hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps um
staðarval á vínbúð. Borist hefur bréf dags. 1. apríl 2004 frá Á.T.V.R sem áformar að semja við Kaupfélag Steingrímsfjarðar um rekstur vínbúðar og óskar umsagnar um staðsetninguna. Hreppsnefnd var sammála um að gera engar athugasemdir við þessi áform Á.T.V.R.

5. Erindi frá KSÍ um uppbyggingu sparkvalla um land allt ásamt umsóknareyðublaði og samningi. Borist hefur bréf dags. 7. apríl 2004 frá KSÍ varðandi aðstoð við sveitarfélög til að koma upp sparkvöllum og er boðið upp á samninga við sveitarfélögin. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um aðild að samstarfi um sparkvöll á Hólmavík samkvæmt erindinu.

6. Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn Hólmavíkurhrepps um tillögu að
matsáætlun vegna vegar um Arnkötludal í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 13. apríl 2004 frá Skipulagsstofnun varðandi tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna vegar um Arnkötludal. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu á jákvæðan hátt.

7. Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar dags. 14. apríl 2004. Lögð fram fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar, varðandi ýmis framkvæmdaatriði við byggingaframkvæmdir. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8. Kynning á efnistöku við Kleifabjörg frá Vegagerðinni. Borist hefur bréf dags. 24. mars 2004 frá Vegagerðinni varðandi áframhaldandi efnistöku við Kleifabjörg í landi Heiðarbæjar. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemdir við erindið.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. mars 2004. Borist hefur bréf 8. mars 2004 ásamt fundargerð frá 42. fundi Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Lagt fram til kynningar. 

10. Erindi frá Kristbjörgu Lóu Árnadóttur vegna fyrirkomulags skólaaksturs
og greiðslna til einstakra foreldra. Borist hefur bréf dags. 16. apríl 2004
frá Kristbjörgu Lóu Árnadóttur á Skjaldfönn. Bréfritari gerir athugasemdir
við "heimakstur eða ekki heimakstur barna úr Djúpinu" og fór fram á
"skriflegar röksemdafærslur fyrir því hvers vegna málum er svo komið" sem
hún gerir athugasemdir við. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara
bréfinu og rökstyðja málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
   

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson