Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1032. fundur - 1. júní 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 1. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti leitaði afbrigða um að taka 6. mál á dagskrá: Grenjavinnsla. Var það samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti síðan dagskrá fundarins, sem er eftirfarandi:

  • 1. Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps og ákvörðun gjaldskrár og ráðningu starfsmanna.

  • 2. Málefni sambýlis fatlaðra á Hólmavík.

  • 3. Ráðning starfsmanns til sumarafleysinga og sértækra verkefna á skrifstofu Hólmavíkurhrepps.

  • 4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

  • 5. Opnun tilboðs/tilboða í Austurtún 2.

  • 6. Grenjavinnsla.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps og ákvörðun gjaldskrár og ráðningu starfsmanna. Lögð fram tafla frá nokkrum sveitarfélögum um opnunartíma sundstaða, starfsmannafjölda, gjaldskrá o.fl. Lagðar fram "Reglur um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar" frá 1999, sem samþykktar voru af menntamálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt viðaukum um gögn varðandi ýmsar reglur vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits o.fl. Samþykkt var eftirfarandi samhljóða: 

Opnunartími sundlaugar, sumar kl. 07:00-21:00.
         " "            um helgar, " kl. 10:00-17:00.
Gjald í sundlaug: kr. 250 fyrir fullorðna.
       "         "        "   100    "   börn.
Ekkert gjald fyrir ellilífeyrisþega.
Gefin verða út afsláttarkort fyrir marga tíma.

Umsóknir sem bárust um störf við íþróttamiðstöðina voru 10 um fullt starf og 4 um sumarstörf. Samþykkt var að ráða eftirtalda starfsmenn við íþróttamiðstöðina: 

Í heilsársstarf:  Gunnar S. Jónsson forstöðumann og Úlfar H. Pálsson.
Í sumarstarf:  Fjóla Friðriksdóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir.
Aðstoðarfólk í sumarstarf: Jón Gústi Jónsson og Árdís Rut Einarsdóttir.

Samþykkt var samhljóða að lagt verði efni frá fyrirtækinu Gólflausnir á Akureyri í stað málningar í vaðlaug fyrir börn, með fyrirvara um að kostnaður við málningu lækki byggingarkostnaðinn í samræmi við það sem hann átti að vera.

2. Málefni sambýlis fatlaðra á Hólmavík. Lagðir fram punktar dags. 20. maí frá Laufeyju Jónsdóttur vegna fundar með sveitarstjórn á Hólmavík 21. maí 2004. Umræða fór fram um lokun á þjónustustöð fyrir fatlaða á Hólmavík, en fram hefur komið frá Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vestfjörðum að ekki sé fjárveiting fyrir hendi til að halda starfseminni áfram. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa bréf til Félagsmálaráðuneytis og Laufeyjar Jónsdóttur forstöðumanni Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vestfjörðum, með útskýringum á viðhorfum hreppsnefndar til málsins. Afrit verði sent þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Hlíf vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. Ráðning starfsmanns til sumarafleysinga og sértækra verkefna á skrifstofu
Hólmavíkurhrepps. Umsóknir um afleysingastarf á skrifstofu samkvæmt auglýsingu hafa borist frá Helgu Ósk Hannesdóttur og Hildi Emilsdóttur.  Samþykkt var samhljóða að ráða Helgu Ósk Hannesdóttur Borgabraut 9 í starfið. 

4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Samþykkt var að fresta málinu.

5. Opnun tilboðs/tilboða í Austurtún 2. Tvö tilboð bárust í húseignina Austurtún 2, annað á kr. 5.050.000.- og hitt á kr. 5.150.000.- Samþykkt var að taka hærra tilboðinu frá Engilbert Ingvarssyni.

6. Grenjavinnsla. Samþykkt var samhljóða að leita til sömu veiðimanna og samið var við á síðasta ári og semja við þá um leit og grenjavinnslu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
      

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson