Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1036. fundur - 24. ágúst 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 24. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður og Daði Guðjónsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 6 liðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Umsókn frá Magnúsi H. Magnússyni um leyfi til reksturs veitingahúss og skemmtistaðar.

  • 2. Erindi frá Fiskmarkaði Hólmavíkur ehf. um aukningu á hlutafé félagsins.

  • 3. Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps og opnunartími  sundlaugar nk. vetur.

  • 4. Tillaga um girðingu með vegi nr. 61 suður frá Hólmavík og út fyrir Þorpa í Tungusveit.

  • 5. Tilkynning vegna fjórðungsþings.

  • 6. Fundargerð Félagsmálaráðs.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Umsókn frá Magnúsi H. Magnússyni um leyfi til reksturs veitingahúss og skemmtistaðar. Borist hefur ljósrit af umsókn um veitingarekstur fyrir Café Riis og Braggann á Hólmavík, ásamt bréfi sýslumannsins á Hólmavík dags. 11. ágúst 2004 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar. Samþykkt var samhljóða að leyfi yrði veitt án athugasemda frá hreppsnefnd.

2. Erindi frá Fiskmarkaði Hólmavíkur ehf. um aukningu á hlutafé félagsins. Borist hefur bréf dags. 13. ágúst 2004 frá Fiskmarkaði Hólmavíkur, þar sem hluthöfum er boðin þátttaka í hlutafjáraukningu samkvæmt samþykkt á aðalfundi 18. maí sl. Á sama fundi var samþykkt að færa núverandi hlutafé félagsins niður um 90% og á hreppurinn því kr. 100.000 hlut eða 20,2%. Samþykkt var samhljóða að nýta forkaupsréttinn og Hólmavíkurhreppur eigi áfram 20,2% í Fiskmarkaði Hólmavíkur e.h.f.

3. Málefni íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps og opnunartími sundlaugar nk. vetur. Sveitarstjóri ræddi um notkunartíma í sundlauginni og taldi nauðsynlegt að ákveða opnunartíma og vinnuþörf framvegis. Lagt var fram blað með upplýsingum um opnunartíma í 8 sundlaugum að vetri til á landsbyggðinni. Samþykkt var samhljóða að opnunartími sundlaugarinnar fyrir almenning verði virka daga kl. 07:00-09:00 og 16:00-21:00 og um helgar kl. 10:00-15:00. Gert er ráð fyrir að endurskoða opnunartíma þann 1. nóvember nk.

4. Tillaga um girðingu með vegi nr. 61 suður frá Hólmavík og út fyrir Þorpa í Tungusveit. Borist hefur bréf dags. 16. ágúst 2004 frá Jóni Jónssyni á Kirkjubóli varðandi girðingu meðfram vegi nr. 61 í Hólmavíkurhreppi. Gerir hann tillögu um að fyrirhuguð girðing að Ósi nái út fyrir Þorpa í Tungusveit. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

5. Tilkynning vegna fjórðungsþings. Borist hefur bréf dags. 14. júlí 2004 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi fjórðungsþing sem haldið verður á Ísafirði dagana 3. og 4. september nk. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að útbúa kjörbréf fyrir hreppsnefndarmenn.  

6. Fundargerð Félagsmálaráðs. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkur frá 18. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Daði Guðjónsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson