Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1037. fundur - 7. sept. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 7. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Varaoddviti Elfa Björk Bragadóttir setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 liðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Tillögur um endurbætur á tjaldstæði Hólmavíkur fyrir sumarið 2005.

  • 2. Dagskrá aðalfundar Laugarhóls ehf. frá 26. ágúst 2004.

  • 3. Fjallskilaseðill Hólmavíkurhrepps.

  • 4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 23. ágúst 2004.

  • 5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. ágúst 2004.

  • 6. Fundargerð Félagsmálaráðs dags. 25. ágúst 2004.

  • 7. Fundargerð Leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 26. ágúst 2004.

  • 8. Fundargerð Sundlaugarnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 1. september 2004.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Tillögur um endurbætur á tjaldstæði Hólmavíkur fyrir sumarið 2005. Borist hefur upplýsingarit frá Sögusmiðjunni með tillögum um endurbætur á tjaldsvæðinu á Hólmavík fyrir sumarið 2005. Í ritinu kemur fram ýmislegt varðandi rekstur tjaldsvæðisins undanfarið og viðhorfskönnun tjaldgesta varðandi þjónustu og dvöl á Hólmavík. Samþykkt var að vísa erindinu til Byggingar-, skipulags- og umferðanefndar og taka málið til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2005.

2. Dagskrá aðalfundar Laugarhóls ehf. frá 26. ágúst 2004. Lögð fram dagskrá aðalfundar Laugarhóls ásamt skýrslu framkvæmdastjóra. Elfa Björk Bragadóttir sat fundinn og gerði grein fyrir fundarstörfum. Eignarhlutur Hólmavíkurhrepps er nú 3,14% eða kr. 915.516.-  að nafnverði. Lagt fram til kynningar.

3. Fjallskilaseðill Hólmavíkurhrepps. Lagður fram fjallskilaseðill Hólmavíkurhrepps haustið 2004.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: Hreppsnefnd gerir athugasemd við fjallskilaseðilinn, telur að mismunun sé á milli bæja og í einu tilviki vantar leitarstjóra. Er því talið að endurskoða þurfi leitarseðil fyrir næsta ár og leggja tímanlega fram.

4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 23. ágúst 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. frá 23. ágúst. Fundargerðin var samþykkt og sveitarstjóra var falið að skrifa bréf varðandi 2. lið út af erindi íbúa Miðtúns, vegna framkvæmda Kaupfélagsins, miðað við samþykkt nefndarinnar.

5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. ágúst 2004. Lögð fram fundargerð frá 25. ágúst í húsnæðisnefnd. Fram kemur að tvær íbúðir, Austurtún 12 og Víkurtún 9, eru lausar. Var samþykkt samhljóða að auglýsa Austurtún 12 til sölu og Víkurtún 9 til leigu. Tilboð hefur komið að nýju í Austurtún 10 að upphæð kr. 4.600.000.- en hreppsnefnd samþykkir samhljóða að gagntilboð hreppsins 4.800.000.- skuli standa. Fundargerðin að því búnu samþykkt.

6. Fundargerð Félagsmálaráðs dags. 25. ágúst 2004. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs 25. ágúst.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 26. ágúst 2004. 1. liður fundargerðar var samþykktur samhljóða. Varðandi 2. lið var samþykkt að leikskólastjóri annaðist ráðningarviðtöl og legði tillögur um starfsmannaráðningar fyrir hreppsnefnd.

8. Fundargerð Sundlaugarnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 1. september 2004. Lögð fram fundargerð Sundlaugarnefndar frá 1. sept. sl. Fundarmenn fóru í vettvangskönnun í íþróttasalinn. Bókað var í fundargerðinni ýmsir þættir varðandi frágang á óloknum verkum. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
       

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson