Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1038. fundur - 14. sept. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 14. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Til fundarins mætti Kristján Jónasson endurskoðandi hreppsins.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá sem var eftirfarandi:

  • 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps vegna ársins 2003, fyrri umræða.

  • 2. Samanburður fjárhagsáætlunar við rauntölur málaflokka Hólmavíkurhrepps og stofnanir tímabilið -júní 2004 og endurskoðun lánsfjáráætlunar.

  • 3. Erindi frá fjárhagsnefnd Alþingis dags. 4. september 2004.

  • 4. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga 1. og 2. nóvember 2004.

  • 5. Beiðni frá Arnari S. Jónssyni um íbúafund í Hólmavíkurhreppi.

  • 6. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um verkfallsboðun kennara.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps vegna ársins 2003, fyrri umræða. Lagður fram ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2003 og sundurliðun á ársreikningi. Kristján Jónasson, frá fyrirtækinu KPMG, sem er endurskoðandi hreppsreikninga og færir upp ársreikninginn gerði grein fyrir sundurliðun ársreikningsins og samanburði við fjárhagsáætlun. Hann talaði um skuldastöðu sveitarsjóðs og reikningsskil á milli A og B hluta og núverandi reikningsskilareglur. Einnig kom fram að kröfur sveitarsjóðs á viðskiptaaðila hefðu verið afskrifaðar, sumar skuldir gamlar og fyrndar. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri gat þess að við gerð fjárhagsáætlunar í janúar sl. hefði ekki verið komnar fram tölur í bókhaldi fyrir árið 2003, til að byggja á. Eftir nokkrar umræður um framlagða skýrslu, sem fylgdi ársreikningi frá Kristjáni Jónassyni og skoðanaskipti um ýmsa framkvæmd mála var samþykkt að vísa ársreikningi til annarar umræðu.

2. Samanburður fjárhagsáætlunar við rauntölur málaflokka Hólmavíkurhrepps og stofnanir tímabilið - júní 2004 og endurskoðun lánsfjáráætlunar. Lögð fram skýrsla um samanburð við fjárhagsáætlun 2004, janúar til júní. Fram kemur samanburður á fjárhagsáætlun og rauntölum úr bókhaldi fyrir einstaka málaflokka. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu sveitarsjóðs og taldi að líklega yrði um 18 milljóna króna halli á árinu miðað við fjárhagsáætlun. Tekjur stefna í að verða 20 milljón krónum lægri en áætlað var. Sveitarstjóri telur rétt að taka 50 milljón króna lán og með því einnig að greiða yfirdrátt á viðskiptareikningi. Samþykkt var samhljóða að heimila sveitarstjóra að taka lán að upphæð kr. 50.000.000.- 

3. Erindi frá fjárhagsnefnd Alþingis dags. 4. september 2004. Borist hefur bréf frá fjárlaganefnd þar sem hreppsnefnd er boðinn viðtalstími hjá nefndinni. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að fá bókaðan tíma 27. september. Gert er ráð fyrir að ræða málið á næsta fundi hreppsnefndar. Lagt fram til kynningar. 

4. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga 1. og 2. nóvember 2004. Borist hefur tilkynning um fjármálaráðstefnu, sem haldin verður á Nordica Hótel mánudag og þriðjudag 1. og 2. nóvember. Gert er ráð fyrir að oddviti og sveitarstjóri mæti á ráðstefnuna. Lagt fram til kynningar.

5. Beiðni frá Arnari S. Jónssyni um íbúafund í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf frá Arnari S. Jónssyni þar sem hann talar um lélegt upplýsingaflæði hreppsins til íbúana og fer fram á að hreppsnefnd haldi almennan íbúafund.  Hreppsnefnd var sammála um að stefna að því að halda slíkan fund síðar á haustinu.

6. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um verkfallsboðun kennara. Borist hefur bréf dags. 3. september 2004 frá Samb. ísl. sveitarfélaga um boðun verkfalls grunnskólakennara frá og með 20. september nk. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
       

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson