Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1044. fundur - 7. des. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 7. desember 2004 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Björn Hjálmarsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. 

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 7 tölulíðum, sem var eftirfarandi:

1. Tillögur verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga í Strandasýslu.

2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um markaðsmál ferðaþjónustunnar.

3. Erindi frá Hagstofu Íslands vegna skráningu íbúa 1. desember 2004.

4. Erindi frá Fannsóknum og Ráðgjöf um styrk vegna gerðar Sögukorts Vestfjarða.

5. Erindi frá Leið ehf. vegna umhverfismats nýs vegar um Arnkötludal og Gautsdal.

6. Erindi frá Láru G. Agnarsdóttur til hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps.

7. Skýrsla sveitarstjóra. 

Þá var gengið til dagskrár: 

1. Tillögur verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga í Strandasýslu. Í tillögum verkefnisstjórnar er gert ráð fyrir sameiningu allra sveitarfélaga í Strandasýslu nema Bæjarhrepps. Óskað er umsagnar hreppsnefndar Hólmavíkur, sem á að skila fyrir 10. desember. Sveitarstjóri lagði fram frumdrög að umsögn hreppsnefndar. Í umræðum kom fram að forsenda fyrir möguleikum á sameiningu sveitarfélaga í Strandasýslu og hugsanlega Austur-Barðastrandasýslu væru bættar samgöngur og verulegar vegaframkvæmdir, svo að heilsárs samgöngur verði tryggðar í nýju sveitarfélagi. Á fundinum var samin umsögn hreppsnefndar og var sveitarstjóra falið að ganga endanlega frá henni og senda til verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um markaðsmál ferðaþjónustunnar. Borist hefur bréf dags. 24. nóvember 2004 frá Fjórðungssambandinu, ásamt tillögum vegna markaðs- og kynningaraðgerða fyrir Ferðamálasamtök Vestfjarða frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leggur til að sveitarfélög á Vestfjörðum leggi fjármagn til markaðsskrifstofu ferðamála, samtals að upphæð kr. 7.025.000.- og hlutur Hólmavíkurhrepps af þeirri upphæð verði kr. 442.929.- Eftirfarandi var samþykkt samhljóða: Hreppsnefnd sér ekki ávinning í að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

3. Erindi frá Hagstofu Íslands vegna skráningu íbúa 1. desember 2004. Borist hefur bréf dags. 2. des 2004 frá Hagstofu Íslands, ásamt tilkynningu um lögheimilisflutninga úr og til hreppsins á árinu. Skilafrestur til árlegrar íbúaskrár 1. des. er til 8. desember 2004. Lagt fram til kynningar.

4. Erindi frá Fannsóknum og Ráðgjöf um styrk vegna gerðar Sögukorts Vestfjarða. Borist hefur bréf dags. 11. nóvember 2004 frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, sem undirbúa útgáfu sögukorta á Vestfjörðum. Sótt er um að Hólmavíkurhreppur styrki útgáfuna með kr. 250.000.- Samþykkt var samhljóða að styrkja verkefnið, ef heildarfjármögnun fæst.

5. Erindi frá Leið ehf. vegna umhverfismats nýs vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf dags. 24. nóvember frá Leið ehf. varðandi umhverfismat nýs vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Bréfið er sent il 26 hagsmunaaðila, sem eiga kost á að gera athugasemdir við umhverfismatið. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að gera engar athugasemdir við fyrirhugaðan veg um Arnkötludal.

6. Erindi frá Láru G. Agnarsdóttur til hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 15. nóv. 2004 frá Láru G. Agnarsdóttur þar sem hún lýsir óánægju með viðhorf samtaka sveitarfélaga í samningum við kennara. Hefur hún hugleitt að segja upp störfum vegna þess. Fjórir kennarar hafa sagt upp störfum við Grunnskólann á Hólmavík. Lagt fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra. Lögð fram skýrsla frá sveitarstjóra um eftirfarandi:

1. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavík og gjaldtaka fyrir tíma.

2. Gagntilboð í Austurtún 10 kr. 4.800.000.- hefur verið samþykkt.

3. Fundur verður haldinn 9. desember með hreppsnefndum í Strandasýslu um byggðaáætlun.

4. Beiðni um hækkun á gjaldi fyrir skólaakstur.

5. Fjárhagsáætlun fyrir 2005 liggur ekki fyrir, vegna óvissu um útgjöld og hvort rekstur stendur undir sér m.a. vegna kjarasamninga kennara.

 Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:

Íþróttamiðstöðin Hólmavík verði tekin formlega í notkun og þriggja manna nefnd sjái um það. Fulltrúi frá hreppsnefnd í nefndinni verður Valdemar Guðmundsson, en auk hans óskast tilnefndir í nefndina einn frá Umf. Geislanum og annar frá Grunnskólanum og sjái hún um undirbúning. 

Gjald fyrir notkun á íþróttasal kr. 5.000.- pr. klst.  og notkun á badmintonvelli kr. 2.000.- á hvern einstakan.

Fundur þann 9. desember verður á Sævangi. Þar verður kynnt starf Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði og hefst fundurinn kl. 14.30. En kl. 13.00 mun Jóhann B. Arngrímsson funda með sveitarstjórnarmönnum vegna málefna Heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur.

Kannað verði hvað önnur sveitarfélög hafa borgað skólabílstjórum í verkfalli kennara. En bindandi samningur er um skólaakstur í Skjaldfannardal.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.                

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. A. Jónsson (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)  

  • Björn Hjálmarsson (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

  

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson