Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1049. fundur - 15. feb. 2005

Ár 2004 þriðjudaginn 15. febrúar 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Elfa Björk Bragadóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Hlíf Hrólfsdóttir varamaður, Júlíana Ágústsdóttir varamaður, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 4. töluliðum sem var eftirfarandi:

1. Erindi frá Birni Hjámarssyni um íbúafund á Hólmavík

2. Erindi frá Fasteignamati ríkisins um umsögn sveitarfélags vegna Grænaness.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4. febrúar sl.

4. Fundargerð 5. og 6. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands. 

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Birni Hjámarssyni um íbúafund á Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 7. febrúar 2005 frá Birni Hjálmarssyni þar sem hann fer fram á að haldinn verði almennur íbúafundur á Hólmavík. Samþykkt var samhljóða að boða til íbúafundar þriðjudaginn 8. mars nk.

2. Erindi frá Fasteignamati ríkisins um umsögn sveitarfélags vegna Grænaness. Borist hefur bréf dags. 27. janúar 2005 frá Fasteignamati ríkisins, ásamt afriti af bréfi dags. 28. janúar 2005 frá Þuríði Björnsdóttur einum eigenda af 23 að jörðinni Grænanesi. Samþykkt var samhljóða eftirfarandi tillaga frá varaoddvita: Hreppsnefnd sér enga ástæðu til að fasteignamat á Grænanesi verði lækkað.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4. febrúar sl. Borist hefur bréf dags. 7. febrúar 2005 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð frá 47. fundi Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4. febrúar sl. Meðfylgjandi var skýrsla um verkefni heilbrigðiseftirlitsins vegna sveitarfélaga 2004. Lagt fram til kynningar.

4.   Fundargerð 5. og 6. fundar Launanefndar sveitarfélaga og kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands. Borist hefur bréf dags. 3. febrúar 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt fundargerðum 5. og 6. fundar frá 27. janúar og 2. febrúar sl. hjá Launanefnd sveitarfélaga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:35 .                

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

  • Júlíana Ágústsdóttir (sign)  

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

    

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson