Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1050. fundur - 1. mars 2005

Ár 2004 þriðjudaginn 1. mars 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Björn Hjálmarsson varamaður.  

Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. 

Þetta var gert :

Oddviti gerði tillögu um að 8. mál yrði bætt við boðaða dagskrá: Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna byggðaáætlunar 2006-2009.  Afbrigðið var samþykkt samhljóða. 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 8 liðum sem var eftirfarandi:  

1. Erindi frá Sjávarútvegsráðuneytinu um samþykki þess á úthlutunarreglum á byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp.

2. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um boðun á 19. landsþing sem haldið verður 18. mars n.k.

3. Erindi Leið ehf. er varðar nafngift á væntanlegum vegi um Arnkötludal og Gautsdal.

4. Erindi frá Siglingamálastofnun um hafnarframkvæmdir 2005 og fyrirkomulag innheimtumála.

5. Fundargerð 8. ársfundar ásamt 26. og 27. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

6. Fundargerðir 85. og 86. skólanefndarfundar MÍ.

7. Erindi frá Magnúsi Ó. Hanssyni vegna knattspyrnumóts.

8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna byggðaáætlunar 2006-2008.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Sjávarútvegsráðuneytinu um samþykki þess á úthlutunarreglum á byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf dags. 16. febrúar sl. frá Sjávarútvegsráðuneytinu um samþykkt þess á úthlutunarreglum á byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp.  Ráðuneytið samþykkir tillögur hreppsnefndar að úthlutunarreglum og mun birta þær samkvæmt reglugerð 960/2004. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að kynna reglurnar og auglýsa eftir umsóknum um hlutdeild í byggðakvóta á Hólmavík.

2. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um boðun á 19. langsþing sem haldið verður 18. mars nk. Borist hefur bréf dags. 14. febrúar 2005 frá Samb. Ísl. sveitarfélaga varðandi 19. landsþing sambandsins sem haldið verður á Hótel Nordica þann 18. mars nk.

 

3. Erindi Leið ehf. er varðar nafngift á væntanlegum vegi um Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf dags. 10. febrúar 2005 frá Leið ehf. varðandi fyrirhugaðan veg um Arnkötludal og Gautsdal, sem gengið hefur undir vinnuheitinu Stranddalavegur. Vegna bréfs Örnefnanefndar til félagsins er spurt um afstöðu hreppsnefndar til nafns á veginum.  Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að mæla með því að nafn vegarins verði Arnkötludalsvegur.

 

4. Erindi frá Siglingamálastofnun um hafnarframkvæmdir 2005 og fyrirkomulag innheimtumála. Borist hefur bréf dags. 4. febrúar 2005 frá Siglingamálastofnun um verkefni hafnarframkvæmda á Hólmavík 2005. Samþykkt var að vísa málinu til atvinnu- og hafnarmálanefndar.

 

5. Fundargerð 8. ársfundar ásamt 26. og 27. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Borist hefur bréf dags. 9. febrúar 2005 frá Samtökum sveitarfél. á köldum svæðum, ásamt síðustu fundargerðum samtakanna. Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerðir 85. og 86. skólanefndarfundar MÍ. Borist hafa fundargerðir 85. og 86. skólanefndarfundar MÍ frá 19. nóvember og 10. janúar sl. Lagt fram til kynningar. 

7. Erindi frá Magnúsi Ó. Hanssyni vegna knattspyrnumóts. Borist hefur bréf frá Magnúsi Ó. Hanssyni þar sem hann boðar komu fyrrum knattspyrnumanna í Strandasýslu fyrir 30 árum, þann 9. júlí í sumar til að mæta við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Þess er vænst að þá verði kominn nýr sparkvöllur. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu og bjóða þessa gesti velkomna til að hitta fyrri félaga sína á Hólmavík. 

8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna byggðaáætlunar 2006-2008. Borist hefur bréf dags. 1. mars 2005 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt fundargerð Byggðastofnunar og Iðnaðarráðuneytis frá 18. febrúar 2005. Fjórðungssambandið beinir því til sveitarstjórna að nýta sér tillögurétt um byggðaáætlunina og skila tillögum sínum fyrir 9. mars nk. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða: Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru af Iðnaðarráðuneyti og Byggðastofnun varðandi Byggðaáætlun 2006-2009. Sá tími sem sveitarstjórnum er ætlaður til að koma með tillögur er allt of knappur eigi þær að taka þátt í þessu starfi í raun.  

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. Jónsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Björn Hjálmarsson (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

    

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson