Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1054. fundur - 10. maí 2005

Ár 2005 10. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Elfa Björk Bragadóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk þess sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Júlíana Ágústsdóttir varamaður, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður.

Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 töluliðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Ákvörðun um aðild að verkefninu Skjólskógar Vestfjarða.

  • 2. Sumaropnun Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavík.

  • 3. Fyrirkomulag skólaaksturs og skólaskjóls næsta skólaárs.

  • 4. Umsókn um leigu bifreiðarinnar KF-429.

  • 5. Umsóknir til umsagnar sveitarstjórnar varðandi rekstur gistiheimilis, gistiskála, veitingastofu og bændagistingu.

  • 6. Fundargerð Skólanefndar Hólmavíkurhrepps 4. maí 2005.

  • 7. Hreinsunarátak í Hólmavíkurhreppi.

  • 8. Fundargerðir Menningarmálanefndar 27. apríl og 25. apríl sl.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ákvörðun um aðild að verkefninu Skjólskógar Vestfjarða. Á fundinn mætti Arnlín Óladóttir skógfræðingur til að kynna verkefnið fyrir hreppsnefnd. Kom fram í hennar máli tilgangur, framkvæmd og reglur er lúta að verkefninu. Þá kom einnig fram að Hólmavíkurhreppur þurfi framkvæmdaaðila, sæki hann um aðild að verkefninu og stakk hún upp á Eysteini Gunnarssyni og Jensínu Pálsdóttur sem framkvæmdaraðilum. Samþykkt var samhljóða að halda áfram með verkefnið.

2. Sumaropnun Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavík. Varaoddviti ræddi um opnunartíma um helgar og á helgidögum og taldi ekki á hreinu hvernig þau mál ættu að vera. Samþykkt var að sumaropnun hæfist 1. júní tíl 31. ágúst.

3. Fyrirkomulag skólaaksturs og skólaskjóls næsta skólaárs. Varaoddviti lagði til að skólaakstri yrði sagt upp og fundinn annar flötur. Samþykkti hreppsnnefnd samhljóða. Þá lagði varaoddviti til að starfsmönnum Skólaskjóls yrði sagt upp frá og með 1. júní nk. og fundinn annar rekstrargrundvöllur fyrir starfseminni. Var tillagan samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um leigu bifreiðarinnar KF-429. Umsókn hefur borist frá Alfreð G. Símonarsyni um leigu á skólabíl Hólmavíkurhrepps nk. sumar. Kristín S. Einarsdóttir vék af fundi. Samþykkt var samhljóða að leigja bifreiðina til Alfreðs næsta sumar. Kristín S. Einarsdóttir kom aftur á fundinn.

5. Umsóknir til umsagnar sveitarstjórnar varðandi rekstur gistiheimilis, gistiskála, veitingastofu og bændagistingu. Borist hafa umsóknir til umsagnar frá Sýslumanninum á Hólmavík frá Nönnu Magnúsdóttur vegna Borgabraut 4 og Esterar Sigfúsdóttur vegna Kirkjubóls. Hér vék Elfa Björk Bragadóttir af fundi og mætti aftur eftir afgreiðslu málsins. Samþykkt var samhljóða að heimila starfsemi að Borgabraut 4 og að Kirkjubóli og Brekkuseli.

6. Fundargerð Skólanefndar Hólmavíkurhrepps 4. maí 2005. Lögð fram fundargerð Skólanefndar Hólmavíkurhrepps frá 4. maí sl. Varaoddviti lagði til að fundargerðin yrði samþykkt að undanskildum 3. lið sem vísað er til fjárhagsáætlunar næsta árs. Var tillagan samþykkt samhljóða.

7. Hreinsunarátak í Hólmavíkurhreppi. Lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða að gera 28. maí að hverfishreinsunardegi.

8. Fundargerðir Menningarmálanefndar 27. apríl og 28. apríl og 4. maí sl. Lagðar fram fundargerðir Menningarmálanefndar frá 27. apríl, 28. apríl og 4. maí til kynningar. 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40 .

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)

  • Daði Guðjónsson (sign)

  • Júlíana Ágústsdóttir (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

     

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson