Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1062.

 Ár  2005  þriðjudaginn 6. september  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:10.  Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður.

Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fundarritari var Engilbert Ingvarss

Þetta var gert:

Oddviti leitaði afbrigða við boðaða dagskrá og var það samþykkt með öllum atkvæðum að taka 5. mál á dagskrá : Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 5. sept. 2005.

Oddviti kynnti dagskrá fundarins, sem er þessi :

 

1.        Erindi frá Jóni  Ólafssyni vegna úthlutunar byggðakvóta á Hólmavík fiskveiðiárið 2004-2005.

2.        Erindi frá Þorsteini Sigfússyni um kaup á votheysgryfum í útihúsum að Víðidalsá.

3.        Erindi frá Sasmbandi íslenskra sveitarfélaga um málþing sveitarfélaga um velferðarmál þann 29. september 2005.

4.        Fundargerð Fjallskilanefndar dags. 5. september 2005.

5.        Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1.        Erindi frá Jóni  Ólafssyni vegna úthlutunar byggðakvóta á Hólmavík fiskveiðiárið 2004-2005.        Borist hefur bréf dags. 16. ágúst 2005 frá Jóni Ólafssyni bátseiganda Ólafs ST-52 þar sem hann kærir úthlutun byggðakvóta og telur sig hafa átt að fá úthlutun til jafns við aðra.  Samþykkt var samhljóða að bíða eftir úrskurði Sjávarútvegsráðuneytis um málið.

2.        Erindi frá Þorsteini Sigfússyni um kaup á votheysgryfum í útihúsum að Víðidalsá.       Borist hefur bréf dags. 31. ágúst 2005 frá Þorsteini Sigfússyni á Hólmavík þar sem hann óskar eftir að fá keyptar votheystóftir á Víðidalsá og breyta þeim í geymslu.  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Þorstein um kaup á umbeðnum votheysgryfjum.

3.        Erindi frá Sasmbandi íslenskra sveitarfélaga um málþing sveitarfélaga um velferðarmál þann 29. september 2005.      Borist hefur bréf dags. 29. ágúst 2005 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá að málþingi um velferðarmál, sem verður haldið í Kópavogi 29. september 2005.  Lagt fram til kynningar.

4.        Fundargerð Fjallskilanefndar dags. 5. september 2005.      Lögð fram fundargerð og Fjallskilaseðill haustið 2005.  Fjallskilaseðillinn var samþykktur með smávægilegum breytingum.

5.        Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps.      Lögð fram fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 5. september 2005.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gerð, fundi slitið kl. 17:55

 

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. A. Jónsson             (sign)                      

                Elfa Björk Bragadóttir               (sign)

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

Daði Guðjónsson                      (sign)

Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson