Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1063.

               

 Ár  2005  þriðjudaginn 20. september  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:10.  Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður.

Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert :

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 5. mál verði : Erindi frá Navamedic um vatn til til fyrirtækisins og hvað það myndi kosta og 6. mál : Fundargerð B.U.S.  Afbrigði var samþykkt með öllum atkvæðum.  Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 6 liðum, sem var eftirfarandi :

1.   Erindi um tilögun félagsstarfs eldri borgara og námskeið fyrir starfsmenn.

2.   Erindi frá Reyni Bergsveinssyni um greiðslu verðlauna fyrir minkaveiði við Langadalsá í Djúpi.

3.   Erindi frá Flugmálastjórn Íslands um staðfestingu á umsögn um rekstur flugvalla við Hólmavík og Arngerðareyri.

4.   Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2005 10. og 11. nóvember n.k.

5.   Erindi frá Navamedic sem vatn til fyrirtækisins og hvað það myndi kosta.

6.   Fundargerð Byggingar-, umferðar- skipulagsnefndar frá 19. september 2005.

Þá var gengið til dagskrár.

1.   Erindi um tilögun félagsstarfs eldri borgara og námskeið fyrir starfsmenn.     Borist hefur bréf dags. 6. sept. 2005 frá Ester Sigfúsdóttur um tveggja daga námskeið í Reykjavík og annað húsnæði fyrir starfsemina.  Samþykkt var samhljóða að taka jákvætt í erindið og fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um málið.

2.   Erindi frá Reyni Bergsveinssyni um greiðslu verðlauna fyrir minkaveiði við Langadalsá í Djúpi.     Borist hefur bréf dags. 18. september 2005 frá Reyni Bergsveinssyni þar sem hann fer fram á greiðslu fyrir 44 minka, sem hann hefur veitt á svæði Langadalsár.  Samþykkt var að hafna erindinu, þar sem viðkomandi hefur ekki verið ráðinn til starfans. 

3.   Erindi frá Flugmálastjórn Íslands um staðfestingu á umsögn um rekstur flugvalla við Hólmavík og Arngerðareyri.     Borist hefur bréf dags. 29. ágúst 2005 frá Flugmálastjórn varðandi umsögn um rekstrarleyfi.  Samþykkt var samhljóða að hreppsnefnd geri ekki athugasemd við að Flugmálastjórn reki flugvellina við Hólmavík og Arngerðareyri.

4.   Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2005 10. og 11. nóvember n.k.     Borist hefur bréf dags. 31. ágúst 2005 varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2005.  Lagt fram til kynningar, en gert er ráð fyrir að sveitarstjóri og oddviti sæki ráðstefnuna.

5.   Erindi frá Navamedic sem vatn til fyrirtækisins og hvað það myndi kosta.     Norska fyrirtækið Navamedic hefur sýnt áhuga á að setja á laggirnar verksmiðju sem framleiðir kítín úr rækjuskel.  Samþykkt var samhljóða að hreppsnefnd er tilbúin að tryggja nægjanlegt vatn til slíkrar verksmiðju á ákveðnu verði.

6.   Fundargerð Byggingar-, umferðar- skipulagsnefndar frá 19. september 2005.     Lögð fram fundargerð B.U.S. frá 19. sept.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gerð, fundi slitið kl. 18:05

 Engilbert Ingvarsson                (sign)

 Haraldur V. A. Jónsson             (sign)                      

 Elfa Björk Bragadóttir               (sign)

Valdemar Guðmundsson            (sign)

Daði Guðjónsson                      (sign)

Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson