Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

                                HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1066.

               

 Ár  2005  þriðjudaginn 8. nóvember 2005  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:10.  Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir.

Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

                 

Þetta var gert :

 

Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 13. töluliður bætist við og sé : Erindi frá útgerðarmönnum um tillögur að reglum um úthlutun byggðarkvóta á Hólmavík.  Afbrigði við boðaða dagskrá var samþ.

 

Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins.

 

1.        Erindi frá hreppsnefnd Broddaneshrepps um viðræður við hreppsnefnd Hólmavíkuhrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.

2.        Erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum um framtíð Sævangs.

3.        Kauptilboð í neðri hæð húseignarinnar að Austurtúni 14.

4.        Ályktun sveitarstjórnar Dalabyggðar til framkvæmdarnefndar um nýskipan lögreglumála.

5.        Ítrekun á erindi frá Jóhönnu Á. Einarsdóttur vegna Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps.

6.        Samningur milli Hólmavíkurhrepps og Íþróttafélags lögreglumanna á Hólmavík um afnot af fjölnotatæki og hlaupabraut.

7.        Endurmat á lánsþörf Hólmavíkurhrepps vegna framkvæmda á árinu 2005.

8.        Stjórnsýslukæra Vegagerðarinnar dags. 14. 10. 2005 úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 8. 09.2005 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar vegar um Arnkötludal og Gautsdal.

9.        Erindi frá Stígamótum dags. 19.10.2005 um fjárbeiðni fyrir árið 2006.

10.     Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 31.10.2005.

11.     Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar Hólmavíkurhrepps dags. 3.11.2005.

12.     Fundargerð Byggingar-umferðar –og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 07.11.2005.

13.     Erindi frá útgerðarmönnum um tillögur að reglum um úthlutun byggðarkvóta á Hólmavík.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1.        Erindi frá hreppsnefnd Broddaneshrepps um viðræður við hreppsnefnd Hólmavíkuhrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.    Borist hefur erindi dags. 28. okt 2005 frá Broddaneshrepp þar sem óskað er eftir viðræðum við Hreppsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna.  Samþ. samhljóða að verða við erindinu og þau Ásdís Leifsdóttir, Haraldur V. A. Jónsson og Eysteinn Gunnarsson skipuð til að ræða við hreppsnefnd Broddaneshrepps.

2.        Erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum um framtíð Sævangs.     Borist hefur erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum dags. 23. okt. 2005, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Sævangs.  Samþ. að verða við erindinu.  Samþ. að Elfa Björk Bragadóttir og Kristín S. Einarsdóttir fundi með Sauðfjársetursmönnum fyrir hönd hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps.

3.        Kauptilboð í neðri hæð húseignarinnar að Austurtúni 14.     Borist hefur kauptilboð dags. 3.11.2005 frá Benedikt S. Péturssyni í neðri hæð húseignarinnar Austurtúns 14 að kr. 1.800.000.-  Samþ. var að hafna tilboðinu og ákveðið að auglýsa eignina til sölu.

4.        Ályktun sveitarstjórnar Dalabyggðar til framkvæmdarnefndar um nýskipan lögreglumála.    Borist hefur afrit af erindi Dalabyggðar til dómsmálaráðherra dags. 20.okt. 2005, þar sem Dalabyggð skorar á dómsmálaráðherra að taka tillit til tillagna sýslumannsins á Patreksfirði.  Í ljósi tillagna um breytingar lögreglumála hérna á svæðinu var samþ. svo hljóðandi ályktun :

Hreppsnefnd Hólmavíkurrhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna frétta af fyrirhuguðum breytingum á skipan lögreglumála í landinu.  M.a. heyrast áform um að stjórn löggæslu fari frá Hólmavík í Borgarnes.  Hreppsnefnd telur að stjórn löggæslu sé betur komin heima í héraði en í 200-300 km fjarlægð frá íbúum sveitarfélagsins.  Því leggur hreppsnefnd til að lögreglustjóri verði áfram staðsettur á Hólmavík.  Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps telur að yfirvöld eiti að beita getu sinni til þess að færa verkefni til opinberra embætta á landsbyggðinni, til þess að efla þau og styrkja, í stað þess að taka af þeim þessi fáu störf sem ríkið hefur á þessum minni þéttbýlisstöðum úti á landi.”

Samþykkt að senda ályktunina til dómsmálaráðherra, þingmanna kjördæmisins og formanni nefndar um nýskipan lögreglumála.

5.        Ítrekun á erindi frá Jóhönnu Á. Einarsdóttur vegna Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkurhrepps.     Borist hefur erindi dags. 24.10.2005 frá Jóhönnu Á. Einarsdóttur þar sem hún óskar eftir uppl. Um framvindu mála vegna brotthvarfs tækja úr Íþróttamiðstöð Hólmavíkur.  Sveitarstjóra falið að senda henni svar í samræmi við niðurstöðu á næsta fundarlið. (lið 6)

6.        Samningur milli Hólmavíkurhrepps og Íþróttafélags lögreglumanna á Hólmavík um afnot af fjölnotatæki og hlaupabraut.     Valdemar vék af fundi.  Fyrir liggur uppkast af samningi við Íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík um afnot af fjölnotatæki og hlaupabraut.  Tillaga kom um að samningurinn verði uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.  Samningurinn samþ. með þremur greiddum atkvæðum. Oddvita falið að ganga frá samningum í samræmi við það.  Valdemar kom aftur á fundinn.

7.        Endurmat á lánsþörf Hólmavíkurhrepps vegna framkvæmda á árinu 2005.     Fyrir liggur erindi frá svetiarstjóra þar sem gerð er grein fyrir skuldastöðu Hólmavíkurhrepps vegna framkvæmda á árinu 2005. Þá kemur einnig fram hagkvæmi þess að taka frekar lán en að vera með allt á yfirdrætti. Samþ. að taka 45.000.000 kr. Lán til viðbótar við áður samþ. lántöku.

8.        Stjórnsýslukæra Vegagerðarinnar dags. 14. 10. 2005 úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 8. 09.2005 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar vegar um Arnkötludal og Gautsdal.     Borist hefur erindi dags. 24. okt 2005 frá Umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn Hólmavíkurhrepps vegna stjórnsýslukæru Vegagerðarinnar dags. 14. okt. 2005 vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 8. september 2005 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar vegar um Arnkötludal og Gautsdal í Hólmavíkurhreppi og Reykhólahreppi.  Fram kom að hreppsnefnd er sammála Vegagerðinni og sveitarstjóra falið að senda umsögn Hólmavíkurhrepps til ráðuneytisins.

9.        Erindi frá Stígamótum dags. 19.10.2005 um fjárbeiðni fyrir árið 2006.     Borist hefur erindi dags. 19.10.2005 frá Stígamótum þar sem óskað er eftir styrk frá Hólmavíkurhrepp.  Erindinu hafnað.

10.     Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 31.10.2005.     Lagt fram til kynningar.

11.     Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar Hólmavíkurhrepps dags. 3.11.2005.     Fundargerðin samþ. samhljóða.

12.     Fundargerð Byggingar-umferðar –og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 07.11.2005.     Liður 1 samþ. en varðani 2. lið þá samþ. hreppsnefnd uppsetningu á olíutönkum á hafnarsvæði með fyrirvara um samþ. umsagnaraðila.

13.     Erindi frá útgerðarmönnum um tillögur að reglum um úthlutun byggðarkvóta á Hólmavík.     Borist hafa ódags. Drög að nýjum úthlutunarreglum byggðarkvóta á Hólmavík.  Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að ræða við útgerðarmenn.

 

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gerð, fundi slitið kl. 19:48

 

                Elfa Björk Bragadóttir                (sign)

                Haraldur V. A. Jónsson             (sign)                      

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

Eysteinn Gunnarsson                (sign)

Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson