Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

    HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1068.

            Ár 2005 þriðjudaginn 13. desember 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir.  Ennfremur  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

 Þetta var gert :

Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 10. töluliður bætist við og sé úthlutun byggðarkvóta Hólmavíkurhrepps.  Afbrigðið var samþ. Samhljóða.

 Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins :

1.        Staðfesting Sjávarútvegsráðuneytis á úthlutunarreglum Hólmavíkurhrepps vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-2006.

2.        Erindi frá Markaðsstofu og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi þátttöku í Vestfjarðasýningunni í Perlunni vorið 2006.

3.        Erindi frá Intrum um hugsanlegt samstarf við innheimtu vanskilakrafna.

4.        Erindi frá Formula Offroad Club um að halda torfærukeppni á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps.

5.        Beiðni um styrk vegna orkuátaks Latabæjar ehf.

6.        Beiðni um styrk frá Samfés vegna málþings um frítímastarf á Íslandi.

7.        Skýrsla sveitarstjóra.

8.        Fundargerð Byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 7. desember 2005.

9.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 8. desember 2005.

10.     Úthlutun byggðarkvóta í Hólmavíkurhrepp.

Þá var gengið til dagskrár:

 1.     Staðfesting Sjávarútvegsráðuneytis á úthlutunarreglum Hólmavíkurhrepps vegna
          byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-2006.    
Borist hefur bréf dags. 6. desember 2005 frá
          Sjávarútvegsráðuneytinu þar sem kemur fram að fallist er á tillögur Hólmavíkurhrepps um
          úthlutun á byggðarkvóta 2005-2006.  Lagt fram til kynningar.

2.        Erindi frá Markaðsstofu og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi þátttöku í Vestfjarðasýningunni í Perlunni vorið 2006.     Borist hefur erindi frá At.Vest þar sem innt er eftir áhuga sveitarfélaga að taka þátt í Vestfjarðarsýningunni sem haldin verður á vordögum 2006.  Tekið var jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að kanna áhuga hjá fyrirtækjum.

3.        Erindi frá Intrum um hugsanlegt samstarf við innheimtu vanskilakrafna.     Borist hefur ódagsett erindi frá Intrum Justica þar sem boðin er innheimtuþjónusta fyrir sveitarfélög.  Samþ. sð hafna erindinu.

4.        Erindi frá Formula Offroad Club um að halda torfærukeppni á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps.     Borist hefur erindi dags. 29.11.2005 frá Formula Offroad Club þar sem óskað er eftir umsögn Hólmavíkurhrepps um að halda keppni á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps.  Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

5.        Beiðni um styrk vegna orkuátaks Latabæjar ehf.    Borist hefur erindi dags. 17. nóvember 2005 frá Latabæ ehf. þar er óskað eftir fjárstuðningi frá Hólmavíkurhrepp í orkuátak 2006.  Samþ. að hafna erindinu.

6.        Beiðni um styrk frá Samfés vegna málþings um frítímastarf á Íslandi.     Borist hefur ódagsett erindi frá Samfés með ósk um styrk vegna málþings 9. des. 2005.  Samþ. að hafna erindinu.

7.        Skýrsla sveitarstjóra.     Lögð fram skýrsla frá sveitarstjóra í fjórum töluliðum.  Sveitarstjóri kynnti erindin. 

1.        Gengið hefur verið frá kaupsamningi vegna Austurtúns 14 n.h. og er hann samþ. samhljóða.

2.        Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með útgerðarmönnum í Hólmavíkurhrepp um byggðarkvóta komandi ára.

3.        Aðalsteinn Óskarsson frá At.Vest hefur tekið viðtöl við umsækjendur vegna stöðu markaðsfulltrúa á Ströndum.  Sveitarstjóra falið að afla uppl. um ábyrgð og stöðu sveitarfélaga gagnvart nýju starfi markaðsfulltrúa á Ströndum.

4.        Óskað hefur verið eftir að kaupa félagsheimilið á Neyteyri. Sveitarstjóra falið að afla uppl. um eignaraðild að félagsheimilinu á Nauteyri.

8.        Fundargerð Byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 7. desember 2005.     Fyrir liggur fundargerð BUS-nefndar frá 7. desember 2005 í tveimur liðum.  1.liður var samþ. samhljóða en 2. liður var vísað áfram til umsagnaraðila.

9.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 8. desember 2005.     Fyrir liggur fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 8. desember 2005 í tveimur liðum.  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.     Úthlutun byggðarkvóta í Hólmavíkurhrepp.     Borist hafa 10 umsóknir um byggðarkvóta sem Hólmavíkurhreppur hefur til ráðstöfunar.  8 umsóknir voru samþ., 1 var hafnað og 1 hafnað með fyrirvara um nánari uppl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.      Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Haraldur V. Jónsson  (sign)

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson