Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1069.

 Ár 2006 þriðjudaginn 17. janúar 2006 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Varaoddviti Elfa Björk Bragadóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Björn Hjálmarsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert :

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 14 töluliðum :

1.        Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins um lögmæti ákvarðana hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps vegna kæru Benedikts Péturssonar.

2.        Erindi frá Lýð Magnússyni og Ragnheiði Runólfsdóttur vegna frágangs á lóð þeirra að Vitabraut 9.

3.        Tilboð frá Grundarorku ehf. vegna eftirlitskerfis við vatnsveitu Hólmavíkurhrepps.

4.        Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um gjöf á fjarfundabúnaði ásamt fylgihlutum til Hólmavíkurhrepps.

5.        Erindi frá Sjávarútvegsráðuneytinu vegna úthlutunar Hólmavíkurhrepps á byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-2006.

6.        Erindi frá Offroad Club um að halda torfærukeppni á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps.

7.        Beiðni um styrk frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu.

8.        Beiðni um styrk við gerð hringsjár á Spákonufelli, frá Lionsklúbbi Skagastrandar.

9.        Erindi frá Handknattleikssambandi Íslands um fjárstuðning vegna útgáfu bókar um sögu handknattleiksíþróttar á Íslandi.

10.     Erindi frá Fjórðungssambandi Vestjfarða vegna flugs milli Ísafjarðar og Bíldudals.

11.     Úttekt á slökkviliði Hólmavíkur.

12.     Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 16. nóvember 2005 og 9. janúar 2006.

13.     Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 9. desember s.l.

14.     Skýrsla sveitarstjóra.

 Þá var gengið til dagskrár:

1.        Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins um lögmæti ákvarðana hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps vegna kæru Benedikts Péturssonar.     Lagt fram ljósrit af bréfi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 22. desember til Benedikts Péturssonar, vegna kæru hans á afgreiðslu hreppsnefndar þann 15. mars og 5. apríl varðandi niðurfellingu aflagjalda hjá Særoða ehf.  Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins er á þá leið að tveir hreppsnefndarmenn hafi verið vanhæfir við afgreiðsluna í báðum tilvikum og beinir því til hreppsnefndarinnar að hún fylgi framvegis ákvæðum 19.gr. sveitarstjórnarlaga.  Lagt fram til kynningar.

2.        Erindi frá Lýð Magnússyni og Ragnheiði Runólfsdóttur vegna frágangs á lóð þeirra að Vitabraut 9.     Borist hefur bréf dags. 30. desember 2005 vegna ófullnægjandi frágangs á lóð við Vitabraut 9.  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu og leysa málið á fullnægjandi hátt.

3.        Tilboð frá Grundarorku ehf. vegna eftirlitskerfis við vatnsveitu Hólmavíkurhrepps.     Borist hefur tilboð dags. 12. desember 2005 frá Grundarorku ehf. að upphæð kr. 459.966.- án vsk í eftirlitskerfi.  Samþykkt var samhljóða að taka tilboðinu og vísa til ákvörðunar í fjárhagsáætlun.

4.        Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um gjöf á fjarfundabúnaði ásamt fylgihlutum til Hólmavíkurhrepps.     Borist hefur bréf dags. 22. desember 2005 frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, þar sem boðist er til að gefa Hólmavíkurhrepp fjarfundabúnað ásamt fylgihlutum.  Samþykkt var samhljóða að taka jákvætt í erindið og hreppurinn taki við gjöfinni.

5.        Erindi frá Sjávarútvegsráðuneytinu vegna úthlutunar Hólmavíkurhrepps á byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-2006.     Borist hefur orðsending frá Sjávarútvegsráðuneytinu varðandi reglur um úthlutun byggðakvóta, sem hreppsnefnd hefur samþykkt.  Lagt fram bréf dags. 3. jan. 2006 frá Elfu Björk Bragadóttur, þar sem kemur fram að hún hafi verið ritari á síðasta hreppsnefndarfundi og láðist að víkja af fundi við afgreiðslu á umsókn um byggðakvóta frá M. Bragasyni ehf.  Óskað var eftir afstöðu um að hvort þetta hefði haft áhrif á afgreiðslu málsins.  Ennfremur kom fyrirspurn frá Elfu Björk og Eysteini Gunnarssyni um hugsanlegt vanhæfi við afgreiðslu á þessum dagskrárlið.  Fram kom samhljóða að það hefði ekki áhrif á afgreiðslu um byggðakvóta þó Elfa Björk og Eysteinn lýstu sig ekki vanhæfa.  Hreppsnefndarmenn voru sammála um þann skilning, sem hefur verið við ákvörðum um úthlutun byggðakvóta að úthlutun til einstakra báta á kvótanum væri sá hluti aflaheimilda, sem skylt er að landa í heimahöfn og ef bátar leigja til sín meiri aflaheimildir en frá sér, væri skilyrðum um byggðakvóta fullnægt.  Var því samþykkt samhljóða að ekki væri ástæða til að breyta áður samþykktri úthlutun.

6.        Erindi frá Offroad Club um að halda torfærukeppni á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps.     Borist hefur bréf dags. 27. des. 2005 um vilyrði fyrir að torfærukeppni verði haldin á umráðasvæði Hólmavíkurhrepps næsta sumar.  Samþykkt var samhljóða að taka jákvætt í erindið, að fengnum nánari upplýsingum um framkvæmd.

7.        Beiðni um styrk frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu.    Borist hefur beiðni um styrk frá eldri borgurum með bréfi dags. 5. jan. 2006.  Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

8.        Beiðni um styrk við gerð hringsjár á Spákonufelli, frá Lionsklúbbi Skagastrandar.     Styrkbeiðni hefur borist í bréfi dags. 28. desember 2005.  Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

9.        Erindi frá Handknattleikssambandi Íslands um fjárstuðning vegna útgáfu bókar um sögu handknattleiksíþróttar á Íslandi.     Stykbeiðni hefur borist í bréfi dags. 6. des. 2005.  Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

10.     Erindi frá Fjórðungssambandi Vestjfarða vegna flugs milli Ísafjarðar og Bíldudals.     Borist hefur bre´f dags. 19. des. 2005 varðandi flugsamgöngur.  Lagt fram til kynningar.

11.     Úttekt á slökkviliði Hólmavíkur.     Borist hefur bréf dags. 28. nóvember 2005 ásamt úttektarskýrslu á starfsemi slökkviliðsins.  Lagt fram til kynningar.

12.     Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 16. nóvember 2005 og 9. janúar 2006.      Fram kemur tillaga um starfslýsingu í fundargerð.  Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu á næsta hreppsnefndarfundi í samræmi við það sem kom fram í umræðum.

13.     Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 9. desember s.l.     Borist hefur bréf dags. 12. des. 2005 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð 52. fundar heilbrigðisnefndar.  Lagt fram til kynningar.

14.     Skýrsla sveitarstjóra.     Lögð fram skýsla sveitarstjóra, þar sem kom fram að íbúðirnar Víkurtún 5 og Víkurtún 11 eru lausar.  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa þessar íbúðir til sölu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:35

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Valdemar Guðmundsson         (sign)

                Björn Hjálmarsson                   (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson