Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

   

      

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1070.

                 Ár 2006 þriðjudaginn 31. janúar 2006 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert :

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 liðum og bar upp tillögu um afbrigði að 9. liður bættist við dagskrána, það er:  Fundargerð Byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar frá 19. janúar 2006.  Afbrigði var samþykkt með öllum  atkvæðum.

Dagskrá fundarins var því þessi :

1.        Fjárhagsáætlun ársins 2006 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða.

2.        Tilboð frá Lýð Jónssyni í húseignina að Víkurtúni 5.

3.        Erindi frá Slökkviliði Hólmavíkur um kaup á tækjabifreið.

4.        Erindi frá Matthíasi Lýðssyni varðandi fjallskil í Hólmavíkurhreppi.

5.        Drög að leigusamningi vegna skógræktar í landi Víðidalsár.

6.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 26. janúar 2006.

7.        Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 26. janúar 2006.

8.        Fundargerðir Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 22. og 26. jan. 2006.

9.        Fundargerð Byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar frá 19. janúar 2006.

Þá var gengið til dagskrár:

1.        Fjárhagsáætlun ársins 2006 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða.     Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2006 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2007, 2008 og 2009.  Fyrri umræða.                         Sveitarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun og útskýrði forsendur.  Til samanburðar eru birtar sundurliðaðar tölur úr ársreikningi 2004 og útgönguspá um ársreikning 2005, en hann er ekki fullbúinn.  Gert er ráð fyrir að fasteignaskattur á húsnæði og fyrirtæki verði óbreyttur, en tekjur hækki um 7% vegna hærra fasteignamats.  Ekki verða hækkanir á sorpgjaldi og vatnsskatti.                                          Eftir umræður var fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 vísað til annarrar umræðu með öllum atkvæðum.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir þriggja ára áætlun. Ekki er gert ráð fyrir umtalsverðum launahækkunum á tímabilinu og engum verulegum framkvæmdum.  Gert er ráð fyrir að halda í horfinu með viðhald og gott þjónustustig við íbúana.                                                                                                                                  Samþykkt var að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun til annarrar umræðu.

2.        Tilboð frá Lýð Jónssyni í húseignina að Víkurtúni 5.     Borist hefur bréf frá Lýð Jónssyni með kauptilboði, dags. 20. jan. 2006 í íbúðina að Víkurtúni 5, að upphæð kr. 3.800.000.-                               Oddviti lagði til að tilboðinu verði tekið, var það samþykkt með öllum atkvæðum.

3.        Erindi frá Slökkviliði Hólmavíkur um kaup á tækjabifreið.     Borist hefur bréf dags. 9. jan. 2006 frá 17 liðsmönnum Slökkviliðs Hólmavíkur um að kaupa gamla sjúkrabílinn á Hólmavík og breyta honum í tækjabíl og nota hann fyrir skyndiútköll í ýmsum tilvikum.  Hreppsnefndin samþykkti samhljóða að verða við erindi slökkviliðsmanna.

4.        Erindi frá Matthíasi Lýðssyni varðandi fjallskil í Hólmavíkurhreppi.     Borist hefur bréf frá Matthíasi Sævari Lýðssyni þar sem hann leggur fram fyrirspurnir um framkvæmd fjallskila í Hólmavíkurhreppi, þar sem hann telur sig hafa lagt fram meira af mörkum til smölunar í Arnkötludal og að Víðidalsárlandi, en eðlilegt er.  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að svara bréfinu.

5.        Drög að leigusamningi vegna skógræktar í landi Víðidalsár.     Lögð fram drög að leigusamningi Eysteins Gunnarssonar og Jensínu G. Pálsdóttur við Hólmavíkurhrepp um leigu á 198 hektara landi Víðidalsár til skógræktar, án endurgjalds.  Samþykkt var samhljóða að gerður verði samningur með hliðsjón af verkefnum Skjólskóga og með tilteknum ákvæðum.  Uppkast af samningi verði síðar lagður fram í hreppsnefnd til ákvörðunar.  Eysteinn Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu og umræður þessa dagskrárliðs.

6.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 26. janúar 2006.     Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs frá 26. jan. 2006.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7.        Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 26. janúar 2006.       Lögð fram fundargerð Grunnskólans og Tónskólans frá 26. jan. s.l.   Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8.        Fundargerðir Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 22. og 26. jan. 2006.     Lagðar fram tvær fundargerðir Menningarmálanefndar frá janúar.  Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

9.        Fundargerð Byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar frá 19. janúar 2006.     Lögð fram fundargerð B.U.S frá 19. janúar 2006.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25

 

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. Jónsson  (sign)

                Valdemar Guðmundsson         (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson