Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1072.

                Ár 2006 þriðjudaginn 7. mars  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður og Daði Guðjónsson varamaður.   Ennfremur  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fundarritari var Engilbert Ingvarsson

Þetta var gert :

 Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 8. liður verði : Kosning um sameiningu sveitarfélaga og 9. liður : Trúnaðarmál.  Afbrigði var samþykkt með öllum atkvæðum.

 Oddviti kynnti dagskrá fundarins :

        1.        Erindi frá Hagstofu Íslands vegna leiðréttinga á íbúaskrá.

2.        Erindi frá Gámafélagi Vestfjarða og Sorphreinsun V.H. Skagaströnd um hvort vilji sé til að selja Sorpsamlag Strandasýslu eða taka upp samstarf um hirðu á endurvinnanlegu sorpi.

3.        Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur um stofnun fjarnámsvers á Hólmavík.

4.        Fundargerð Bygginga-umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 1. mars 2006.

5.        Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 28. febrúar 2006.

Þá var gengið til dagskrár:

1.     Erindi frá Hagstofu Íslands vegna leiðréttinga á íbúaskrá.     Borist hefur bréf dags. 10. febrúar 2006 frá Hagstofu Íslands, ásamt leiðréttingu á íbúaskrá.  Lagt fram til kynningar.

2.     Erindi frá Gámafélagi Vestfjarða og Sorphreinsun V.H. Skagaströnd um hvort vilji sé til að selja Sorpsamlag Strandasýslu eða taka upp samstarf um hirðu á endurvinnanlegu sorpi.     Borist hefur í bréfi fyrirspurn frá Gámaþjónustu Vestfjarða og Sorphreinsun Vilhelms Harðarssonar á Skagaströnd um það hvort Sorpsamlag Strandasýslu sé hugsanlega til sölu eða hvort hugsanlegt sé að gera samning um samstarf.  Samþykkt var samhljóða að ekki sé vilji hjá Hólmavíkurhreppi til að Sorpsamlagið verð selt, að öðru leyti verði erindinu vísað til stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu.

3.     Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur um stofnun fjarnámsvers á Hólmavík.     Borist hefur bréf dags. 27. febrúar 2006 frá Kristínu S. Einarsdóttir kennara varðandi möguleika á að stofnað verði fjarnámsver á Hólmavík, til þjónustu fyrir þá sem ertu í fjarnámi.   Samþykkt var samhljóða að fá Viktoríu Ólafsdóttur verkefnissjóra, til að kanna málið og gera þarfagreiningu.

4.        Fundargerð Bygginga-umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 1. mars 2006.       Lögð fram fundargerð B.U.S frá 1. mars.  Fundargerðin var samþykkt nema 2. og 3. lið var frestað þar til byggingafulltrúi hefur komið og athugað viðkomandi lóðamál og lagt fram álit.

5.        Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 28. febrúar 2006.     Lögð fram fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 28. febr.   Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:05

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. Jónsson  (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Hlíf Hrólfsdóttir                      (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

               

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson