Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

   

        HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1074

 Ár 2006 þriðjudaginn 11. apríl  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður.  Auk þeirra  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert :

Oddviti bar upp tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 6.mál verði : Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar og 7. mál : Trúnaðarmál.   Afbrigðið var samþykkt með öllum atkvæðum.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá :

1.        Erindi frá Indriða Aðalsteinssyni um samræmingu á starfskjörum í Hólmavíkurhreppi vegna grenjaleitar.

2.        Beiðni um inngöngu nýs félaga í SlökkviliðHólmavíkur.

3.        Kynning á stöðu mála vegna sameiningar Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar dags. 2. og 9. mars 2006.

5.        Fundargerð skólanefndar M.Í dags. 27. febrúar 2006.

6.        Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar frá 10. apríl 2006.

7.        Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

 1.     Erindi frá Indriða Aðalsteinssyni um samræmingu á starfskjörum í Hólmavíkurhreppi vegna grenjaleitar.

Borist hefur bréf dags. 1. apríl 2006 frá Indriða Aðalsteinssyni á Skjaldfönn ásamt greinargerð um framkvæmd grenjavinnslu í Hólmavíkurhreppi.  Samþykkt var samhljóða að þakka Indriða fyrir erindið og fela oddvita og sveitarstjóra að gera tillögu að samræmdri gjaldskrá vegna grenjavinnslu í hreppnum og leggja síðar fyrir hreppsnefnd.

2.        Beiðni um inngöngu nýs félaga í SlökkviliðHólmavíkur.

Lagt fram bréf frá slökkviliðsstjóra, um að Snorri Jónsson Austurtúni 7  Hólmavík, gerist liðsmaður Slökkviliðs Hólmavíkurhrepps.  Erindið var samþykkt samhljóða.

3.        Kynning á stöðu mála vegna sameiningar Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir sameiningu sveitarfélaganna, sem tekur gildi eftir hreppsnefndarkosningarnar í maí.  Nokkrar umræður urðu um nafn á nýja sveitarfélaginu og aðferð við ákvörðum um nýtt nafn, sem kosið verður um.  Í samræmi við sveitarstjórnarlög og bréf frá Félagsmálaráðuneyti er eftirfarandi bókað :

Hið sameinaða sveitarfélag skal taka yfir allt það land, sem nú tilheyrir áðurgreindum sveitarfélögum og íbúar beggja sveitarfélaganna verða íbúar hins sameinaða sveitarfélags.   Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum skulu falla til hins sameinaða sveitarfélags.   Skjöl og bókhaldsgögn sveitarfélaganna skulu einnig afhent hinu sameinaða sveitarfélagi til varðveislu.   Kosningar í hinu sameinaða sveitarfélagi fara fram laugardaginn 27. maí 2006 og tekur sameiningin gildi 10. júní 2006 í samræmi við ákvæði 13. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.   Kjósa skal 5 fulltrúa í sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags sbr. 1. m.gr. 12. gr. sveitarstjórnarlaga.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar dags. 2. og 9. mars 2006.

Lagðar fram fundargerðir Menningarmálanefndar, þar sem bókuð eru ýmis fyrirkomulagsatriði varðandi dagskrá á Hamingjudögum 29. júní til 2. júlí n.k. Lagt fram til kynningar.

5.        Fundargerð skólanefndar M.Í dags. 27. febrúar 2006.

Borist hefur fundargerð frá 91. fundi skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.  Lagt fram til kynningar.

6.        Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar frá 10. apríl 2006.

Lögð fram fundargerð B.U.S frá 10. apríl.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7.        Trúnaðarmál.

Fjallað verðum um trúnaðarmál, sem bókað verður í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.   Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Haraldur V. A. Jónsson             (sign)

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

                Daði Guðjónsson                      (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson