Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1075.

 Ár 2006 þriðjudaginn 25. apríl  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir hreppsnefndarmenn sátu fundinn auk hans. Ennfremur  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti dagskrá fundarins, sem var eftirfarandi :

1.        Brunavarnaáætlun fyrir Slökkvilið Hólmavíkur.

2.        Skýrsla sveitarstjóra.

3.        Erindi frá Valdemar Guðmundssyni um að sett verði á sölu slökkvibifreiðin T-387.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar dags. 3. apríl 2006.

5.        Fundargerð Bygginar-, umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 19. apríl 2006.

6.        Fundargerð Atvinnumála-og hafnarnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 24. apríl 2006.

7.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 24. apríl 2006.

8.        Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 7. apríl 2006.

 

Þá var gengið til dagskrár:

             

1.     Brunavarnaáætlun fyrir Slökkvilið Hólmavíkur.     Lögð fram brunavarnaáætlun fyrir Slökkviliðið á Hólmavík, sem er 30 blaðsíður. Brunavarnaáætlun er gerð samkvæmt lögum og leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðsins fyrir þá sem bera ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu.  Brunavarnaáætlun fyrir Slökkvilið Hólmavíkur var samþykkt samhljóða.

2.        Skýrsla sveitarstjóra.     Lögð fram skýrsla sveitarstjóra um þarfagreiningu fyrir námsver vegna fjarnáms á Hólmavík, sem Viktoría Ólafsdóttir framkvæmdi fyrir hreppinn.  Samþykkt var samhljóða að vinna við undirbúning að stofnun námsveri fjarnáms, sem gæti tekið til starfa á komandi hausti.

3.        Erindi frá Valdemar Guðmundssyni um að sett verði á sölu slökkvibifreiðin Bedford T-387.     Lagt fram erindi dags. 20. apríl 2006 um að auglýsa slökkvibifreið til sölu, sem er ekki í notkun.  Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að slökkviðsbifreiðin verði seld.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar dags. 3. apríl 2006.     Lögð fram fundargerð Menningarmálanefndar frá 3. apríl 2006. Fjallað er um dagskráratriði á Hamingjudögum 2006.  Lagt fram til kynningar. En sveitarstjóra falið að bjóða Raufarhafnarbúum í vináttuheimsókn.

5.        Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 24. apríl 2006.

Lögð fram fundargerð B.U.S frá 24. apríl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

6.        Fundargerð Atvinnumála-og hafnarnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 24. apríl 2006.

Lögð fram fundargerð Atvinnumála-og hafnarnefndar frá 24. apríl.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7.        Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 24. apríl 2006.     Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs frá 24. apríl.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8.        Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 7. apríl 2006.      Borist hefur bréf dags. 10. apríl frá Heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. apríl 2006.  Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

 Fundargerð lesin upp og samþykkt.    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. Jónsson  (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson