Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1077.

                    

 Ár 2006 þriðjudaginn 9. maí  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Daði Guðjónsson varamaður og Júlíana Ágústsdóttir varamaður.  Auk þeirra  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert :

Oddviti kynnti boðaða dagskrá fundarins í 9 töluliðum, sem var eftirfarandi:

1.        Beiðni frá slökkviliði Hólmavíkur um kaup á ýmsum öryggisbúnaði fyrir slökkviliðið.

2.        Beiðni frá Guðbrandi Björnssyni, Birni H. Pálssyni og Jóni G. Jónssyni um að sveitarstjórnir Hólmavíkur-og Broddaneshreppa láti taka upp og fjarlægja stálgirðingu, sem tilheyrir landi  Hlíðar og Kollafjarðarness.

3.        Vinabæjarmót í Gustavs og Marimasku 16. – 18. júní 2006.

4.        Beiðni frá SÁÁ um styrk vegna árlegrar sölu álfa.

5.        Staðan á fyrirhugaðri vegarlagningu um Arnkötludal og Gautsdal.

6.        Niðurstaða sýnatöku á neysluvatni hjá vatnsveitu Hólmavíkur.

7.        Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík dags. 27. apríl 2006.

8.        Fundargerð húnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 4. maí 2006.

9.        Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 8. maí 2006.

 

Þá var gengið til dagskrár:

1.     Beiðni frá slökkviliði Hólmavíkur um kaup á ýmsum öryggisbúnaði fyrir slökkviliðið.

Borist hefur beiðni frá slökkviliði Hólmavíkur um að keyptur verði búnaður og fleira samkvæmt lista í 9 liðum að upphæð krónur 749.424.- samtals.   Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu næstu fjárhagsáætlunar, sem væntanlega verður endurskoðuð eftir sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps.

2.        Beiðni frá Guðbrandi Björnssyni, Birni H. Pálssyni og Jóni G. Jónssyni um að sveitarstjórnir Hólmavíkur-og Broddaneshreppa láti taka upp og fjarlægja stálgirðingu, sem tilheyrir landi  Hlíðar og Kollafjarðarness.   

Borist hefur bréf frá þremur bændum þar sem farið er fram á að fjarlægja stálvírsgirðingu, sem talin er hættuleg skepnum.   Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa landeiganda Kollafjarðarness og oddvita Broddaneshrepps um málið og fara fram á úrbætur.

3.        Vinabæjarmót í Gustavs og Marimasku 16. – 18. júní 2006.

Borist hefur bréf dags. 22. mars 2006 um vinarbæjarmót í Finnlandi.  Samþykkt var að fela sveitarstjóra að auglýsa vinabæjarmótið og kanna hvort einhverjir hafi áhuga á að mæta á mótinu.

4.        Beiðni frá SÁÁ um styrk vegna árlegrar sölu álfa.

Borist hefur bréf frá SÁÁ um styrk vegna fjáröflunar með álfasölu 18. – 20. maí.  Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

5.        Staðan á fyrirhugaðri vegarlagningu um Arnkötludal og Gautsdal. 

Sveitarstjóri fyrir hönd hreppsnefndar skrifaði umhverfisráðherra bréf dags. 2.maí og afrit til alþingismanna Norð-vesturkjördæmis, þar sem harðlega var átalið að úrskurður um kæru Vegagerðarinnar, vegna skilyrða Skipulagsstofnunar, sem átti að úrskurða fyrir áramót, hefði ekki birst enn.  Sveitarstjóri upplýsti að samkvæmt símtali frá Umhverfisráðuneytinu væri nú von á úskurðinum.

6.        Niðurstaða sýnatöku á neysluvatni hjá vatnsveitu Hólmavíkur.

Borist hefur bréf dags. 19. apríl frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, þar sem neysluvatn í söluskála KSH er talið í lagi og standast gæðakröfur.  Lagt fram til kynningar.

7.        Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík dags. 27. apríl 2006.

Lögð fram fundargerð Grunnskóla og Tónskóla frá 27. apríl s.l.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8.        Fundargerð húnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 4. maí 2006.

Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar frá 4. maí s.l.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9.        Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 8. maí 2006.

Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 8. maí s.l.   Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. Jónsson  (sign)

Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Daði Guðjónsson                     (sign)

                Júlíana Ágústsdóttir                  (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

               

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson