Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

   

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði
- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

  

     934. fundur - 8. febrúar 2000     

Árið 2000 þriðjudaginn 8. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir og Eysteinn Gunnarsson. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Frumvarp að þriggja ára fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001-2003.
  2. Erindi frá Indriða Aðalsteinssyni er varðar kaup á hluta jarðarinnar Skjaldfönn í Hólmavíkurhreppi.
  3. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands er varðar leiðréttingu og athugasemdir við íbúaskrá Hólmavíkurhrepps.
  4. Fundargerð leikskólanefndar frá 1. febrúar 2000.
  5. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 2. febrúar 2000.
  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um boðun fundar varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
  7. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. nr. 27., 28. og 29. frá október og desember s.l.
  8. Fundargerðir stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 8. júní 1999 til 14. desember 1999.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Frumvarp að þriggja ára fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001-2003. Sveitarstjóri lagði fram þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Hólmavíkurhrepp. Eftir umræðu og upplýsingar frá sveitarstjóra var frumvarpið samþykkt með öllum atkvæðum hreppsnefndar.

  2. Erindi frá Indriða Aðalsteinssyni er varðar kaup á hluta jarðarinnar Skjaldfönn í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 22. jan. 2000 frá Indriða Aðalsteinssyni ásamt afriti af kaupsamningi og afsali fyrir hluta úr jörðinni Skjaldfönn dags. 23. október. 1999. Hreppsnefnd samþykkti fyrir sitt leiti samninginn samhljóða.

  3. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands er varðar leiðréttingu og athugasemdir við íbúaskrá Hólmavíkurhrepps. Borist hefur dreifibréf dags. 27. jan. 2000 frá Hagstofu Íslands ásamt íbúaskrá frá 1. des. 1999. Hreppsnefnd samþykkti að fela sveitarstjóra að leiðrétta íbúaskrána með kæru með því að átta verði færðir inn á íbúaskrá og einn út af skránni.

  4. Fundargerð leikskólanefndar frá 1. febr. 2000. Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 1. febrúar 2000. og rædd. Fundargerð var samþykkt samhljóða.

  5. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 2. febrúar 2000. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 2. febrúar.

  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um boðun fundar varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 1. febr. 2000 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi væntanlegan fund um erfiða stöðu sveitarfélaga, sem áætlað er að koma á sem fyrst.

  7. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. nr. 27. 28. og 29. frá október og desember s.l. Borist hefur bréf dags. 20. jan. 2000 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ásamt þremur fundargerðum stjórnar félagsins frá 30. okt. 9. des. og 14.des. s.l.

  8. Fundargerðir stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 8. júní 1999 til 14. desember 1999. Borist hefur bréf dags. 31. janúar 2000 frá framkvæmdastjóra L.S.S. ásamt fundargerðum stjórnar sjóðsins frá 8. júní til 14. des. 1999. Framvegis munu fundargerðir verða sendar út jafnóðum þar sem tölvukerfi er nú fullbúið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.20.

Engilbert Ingvarsson (sign) Birna S. Richardsdóttir (sign) Daði Guðjónsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson