Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði
- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

     

940. fundur - 2. maí 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 2. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn hreppsnefndarmennirnir Daði Guðjónsson, Elfa Björk Bragadóttir, og varahreppsnefndarmennirnir Már Ólafsson og Höskuldur B. Erlingsson. Auk þeirra Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Ritari var Hlíf Hrólfsdóttir. Fundurinn var haldin á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00

Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 1999, fyrri umræða.
  2. Refa og minkaveiðar sumarið 2000 í Hólmavíkurhrepp.
  3. Bréf frá Kirkjubólshreppi er varðar skólamál.
  4. Bréf frá sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju.
  5. Uppsögn leikskólastjóra við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík.
  6. Bréf frá Brynjólfi Sæmundssyni um leyfi til að bæta aðgengi að helgri lind í Kálfanesi.
  7. Þjónustutilboð vegna sálfræði- og sérkennsluþjónustu fyrir Hólmavíkurhrepp.
  8. Erindi frá fræðslumiðstöð Vestfjarða frá 13. apríl s.l.
  9. Fyrsti fundur Framtíðarnefndar sveitarfélaga á Vestfjörðum frá 11. apríl 2000.
  10. Bréf frá Vinnueftirliti ríkisins frá 12. apríl 2000.
  11. Erindi frá Launanefnd sveitarfélaga frá 5. apríl s.l.
  12. Ráðstefna um einkaframkvæmdir sveitarfélaga haldinn 17. maí n.k. í Hafnafirði.
  13. Málþing um sveitarstjórnarrétt haldinn í Reykjavík 4. maí n.k.
  14. Beiðni um fjárstyrk frá Samtökunum ’78.
  15. Fundargerð byggingar- skipulags og umferðarnefndar frá 27. apríl 2000.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 1999. Fyrri umræða. Kristján Jónasson endurskoðandi kynnti ársreikninga Hólmavíkurhrepps fyrir árið 1999. Fór hann yfir hina ýmsu liði og skýrði þá. Vísast til síðari umræðu.

  2. Refa og minkaveiðar sumarið 2000. í Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf frá Veiðistjóraembættinu dagsett 10. apríl 2000 er varðar Refa og minkaveiðar árið 2000. Lagt til að halda minkaveiðum í hreppnum óbreyttum, en auglýsa eftir Refaveiðimönnum. Samþykkt samhljóða.

  3. Bréf frá Kirkjubólshrepp er varðar skólamál. Borist hefur bréf frá Matthíasi Lýðssyni oddvita er varðar fundargerð skólanefndar Hólmavíkur- og Kirkjubólshrepps. Dagsett 25. apríl 2000. Birna sagði frá fundi sem haldin var með oddvitum sveitarstjóra og kennurum tónskóla um stöðu skólans. Ákveðið var einnig á þeim fundi að ræða við oddvita Kaldrananeshrepps um Tónskólan. Einnig nefnir Matthías í bréfi sínu uppsögn skólastjóra Grunnskóla og Leikskóla. Lagt fram til kynningar.

  4. Bréf frá sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju. Borist hefur bréf frá sóknarnefnd um þáttöku í ráðningu tónlistakennara. Lagt fram til kynningar.

  5. Uppsögn leikskólastjóra. Borist hefur uppsögn Guðríðar Guðjónsdóttur dagsett 30. maí 2000. Rætt um uppsögnina. Sveitarstjóri og Daði viku af fundi. Oddvita falið að sveitarstjóri og Daði komi aftur á fundinn.

  6. Beiðni frá Brynjólfi Sæmundsyni um leyfi til að bæta aðgengi að helgri lind í Kálfanesi. Borist hefur beiðni frá Brynjólfi Sæmundssyni dagsett 23. apríl 2000. Erindi samþykkt.

  7. Þjónustutilboð vegna sálfræði og sérkennsluþjónustu fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur tilboð frá Ástþóri Ragnarssyni sálfræðing og Elmari Þ. Þórðarsyni sérkennslufræðing um þjónustu við Grunn-og leikskóla Hólmavíkurhrepp. Sveitarstjóra falið að ræða við skólastofnanir hér í kring og síðan að ræða við Ástþór og Elmar.

  8. Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frá 13. apról s.l. Borist hefur erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagsett 13.apríl 2000 um endurmenntunarnámskeið fyrir skólastjórnendur. Lagt fram til kynningar.

  9. Fyrsti fundur Framtíðanefndar sveitarfélag á Vestfjörðum frá 11. apríl 2000. Sveitarstjóri kynnti helstu verksvið nefndarinnar. Fundargerð lögð fram til kynningar.

  10. Bréf frá Vinnueftirliti ríkisins frá 12.apríl 2000. Borist hefur bréf frá Vinnueftirliti dagsett 12. apríl 2000. um gildandi reglur um vinnu barna og unglinga. Rætt um tilhögun Vinnuskóla og auglýst verður eftir flokkstjórum fljótlega.

  11. Erindi frá Launanefnd sveitarfélaga frá 5.apríl s.l. Verið að leita eftir umboði vegna kjarasamninga. Sveitarstjóra falið að ganga frá umboðinu við launanefnd.

  12. Ráðstefna um einkaframkvæmdir sveitarfélaga haldin 17 maí n.k. í Hafnafirði. Auglýsing um ráðstefnu ásamt dagskrá. Lagt fram til kynningar.

  13. Málþing um sveitarstjórarétt haldið í Reykjavík 4. maí n.k. Lagt fram til kynningar.

  14. Beiðni um fjárstyrk frá Samtökum ’78. Borist hefur beiðni dagsett 12.04.2000. Erindi hafnað.

  15. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar 27. apríl. Athugasemdir voru gerðar vegna viðbyggingar Sjúkrahúss. Sveitarstjóra var falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við stjórn Heilbrigðisstofnunar neð bréfi. Fundargerð að öðru leyti samþykkt.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 20.20

Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Elfa Björk Bagadóttir (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Þór Örn Jónsson (sign) Daði Guðjónsson (sign) Már Ólafsson (sign) Höskuldur B. Erlingsson (sign) 

   

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson