Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

    

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

   

948. fundur - 3. október 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 3. október var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Haraldur V. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Birna Richardsdóttir og Gunnar S. Jónsson, varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert:

Oddviti eftirfarandi dagskrá:

  1. Framtíð jarðarinnar Víðidalsár í Hólmavíkurhreppi.

  2. Minnispunktar frá fundi með sjávarútvegráðherra og sveitarstjórnarmönnum við Húnaflóa, er varðar bætur vegna innfjarðarrækjubrests.

  3. Gerð vegar um Arnkötludal.

  4. Kaup á húsnæði Íslandspósts hf. að Hafnarbraut 19, efri hæð.

  5. Beiðni frá Kristínu L. Gunnarsdóttur um leyfi til að þriggja fasa leirbrennsluofn.

  6. Ályktanir 45. Fjórðungsþings Vestfirðinga og fundargerð Framtíðarnefndar frá 1. sept. sl.

  7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 16. september 2000.

  8. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 25. ágúst og 12. september sl.

  9. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 25. ágúst og 12. september sl.

  10. Málefni fiskmarkaðar Hólmavíkur

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Framtíð jarðarinnar Víðidalsár í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 23. ágúst 2000 frá Gunnari Bachmann, sem er greinargerð með kauptilboði í Víðidalsá. Samþykkt var að taka jörðina úr sölu.

  2. Minnispunktar frá fundi með sjávarútvegsráðherra og sveitarstjórnarmönnum við Húnaflóa er varðar bætur vegna innfjarðarrækjubrests. Lagðir fram minnispunktar dags. 15. september 2000 um fund með sjávarútvegsráðherra og formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis þann 11. september varðandi bætur fyrir rækjubrest í Húnaflóa, sem sveitarstjóri sat. Samþykkt var að fela sveitarstjóra í samráði við aðrar sveitarstjórnir við Húnaflóa, að skrifa bréf um málið til sjávarútvegsráðherra.

  3. Gerð vegar um Arnkötludal. Oddviti lagði fram drög að ályktun um nýjan veg um Arnkötludal. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða : Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hvetur til að hafist verði handa hið fyrsta við gerð heilsársvegar á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal.

  4. Greinargerð.

    Vegasamgöngur um Arnkötludal og Gautsdal yrði Strandasvæðinu og Reykhólahreppi mikill styrkur. Helstu rök með lagningu vegarins eru, í fyrsta lagi mun vegurinn tengja saman tvö atvinnusvæði, þ.e. Reykóla-og Steingrímsfjarðarsvæði, auk þess sem hringtenging um Vestfirði verður til. Í öðru lagi styttir þessi vegur leiðina Ísafjörður – Reykjavík um allt að 40 km. Fjallvegurinn yrði stuttur og fremur lágur t.d. eru um það bil 2,7 km. yfir 300 m. hæð yfir sjó og vegurinn fer hæst í um það bil 370 m. yfir sjó.

  5. Kaup á húsnæði Íslandspósts hf. að Hafnarbraut 19, efri hæð. Borist hefur bréf dags. 12. sept. 2000 frá Íslandspósti hf. varðandi sölu á húsnæði Íslandspósts hf. á Hólmavík. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á húsnæði eftir hæðar á Hafnarbraut 19 á Hólmavík.

  6. Beiðni frá Kristínu L. Gunnarsdóttur um leyfi til að setja upp þriggja fasa leirbrennsluofn.

  7. Borist hefur bréf dags. 27. sept. 2000 frá Kristínu L. Gunnarsdóttur með ósk um að setja upp keramikofn í bílskúr að Vitabraut 3. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að veita leyfið að fengnu samþykki byggingafulltrúa vegna brunavarna.

  8. Ályktanir 45. Fjórðungsþings Vestfirðinga og fundargerð framtíðarnefndar frá 1. september 2000. Borist hefur bréf dags. 25. september 2000 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt ályktunum frá 45. Fjórðungsþingi og fundargerð frá 3. fundi Framtíðarnefndar 1. sept. 2000.

  9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 16. september 2000. Borist hefur bréf dags. 16. sept. 2000 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða með fundargerð heilbrigðisnefndar þann 16. september. Samþykkt var að óska eftir skýrslu frá heilbrigðisfulltrúa um sýnatöku hjá Vatnsveitu Hólmavíkur í september síðastliðnum og tvö ár aftur í tímann.

  10. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 25. ágúst og 12. sept. sl. Borist hafa fundargerðir frá 234. og 235. fundi stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga.

  11. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá 25. ágúst 2000. Borist hefur fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 150. fundi þann 25. ágúst 2000.

  12. Málefni Fiskmarkaðar Hólmavíkur. Lögð fram skýrsla um skoðun á stöðu Fiskmarkaðs Hólmavíkur ehf. miðað við stöðu 7. september 2000. Samþykkt var samhljóða að Hólmavíkurhreppur taki þátt í hlutafjáraukningu Fiskmarkaðar Hólmavíkur ehf. að upphæð ein milljón króna og viðskiptaskuld sé þar innifalin.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

Engilbert Ingvarsson. (sign) Birna Richardsdóttir. (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign) Elfa Björk Bragadóttir. (sign) Gunnar S. Jónsson. (sign) Þór Örn Jónsson. (sign)

   

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson