Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

  

950. fundur - 31. október 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 31. október var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Dagný Júlíusdóttir, varamaður og Karl Þór Björnsson, varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Erindi frá Orkubúi Vestfjarða er varðar breytingar á félagsformi Orkubúsins.

  2. Hugmyndir um staðsetningu sundlaugar á Hólmavík.

  3. Bréf frá Ásdísi Jónsdóttur til umhverfis- og fegrunarnefndar Hólmavíkurhrepps.

  4. Helstu niðurstöður og tillögur tekjustofnanefndar ríkis- og sveitarfélaga.

  5. Fundarboð á ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og fundarboð á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

  6. Samþykkt bókhaldsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október sl.

  7. Ólafsvíkuryfirlýsing er varðar Staðardagskrá 21.

  8. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6. október sl. ásamt bréfum.

  9. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga hf. frá 14. og 21. júní og 5. september 2000.

  10. Viðmiðunarreglur um rannsóknir og kannanir í grunnskólum.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Erindi frá Orkubúi Vestfjarða er varðar breytingar á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag. Borist hefur bréf dags. 13. október 2000 frá Orkubúi Vestfjarða, er varðar breytingar á félagsformi Orkubúsins. Oddviti lagði fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar. Tillagan var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

  2. Hugmyndir að staðsetningu sundlaugar á Hólmavík. Lagðar fram frumtillögur um staðsetningu sundlaugar samkvæmt valkostum í fyrirliggjandi uppdráttum. Fram kom hugmynd um að kjósa þriggja manna nefnd á næsta hreppsnefndarfundi og fresta málinu þangað til og var það samþykkt samhlj..

  3. Bréf frá Ásdísi Jónsdóttur til umhverfis- og fegrunarnefndar Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 12. október frá Ásdísi Jónsdóttur varðandi viðurkenningu til unglinga vegna starfa s.l. sumar í unglingavinnunni. Samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til verðlauna í samráði við félagsmiðstöð og forstöðumenn hennar, sem afgreidd verða á næsta hreppsnefndarfundi.

  4. Helstu niðurstöður og tillögur tekjustofnanefndar ríkis- og sveitarfélaga ásamt helstu niðurstöðum og tillögum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

  5. Fundarboð á ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og fundarboð á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Borist hefur fundarboð um ársfund sveitarfélaga á köldum svæðum þann 2. nóvember og bréf dags. 17. okt. 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu 2. og 3. nóvember.

  6. Samþykkt bókhaldsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október s.l. Borist hefur bréf dags. 25. október 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með samþykktum bókhaldsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  7. Ólafsvíkuryfirlýsing er varðar Staðardagskrá 21. Borist hefur bréf dags. 16. október 2000 ásamt Ólafsvíkuryfirlýsingu, sem samþykkt var á landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 í Ólafsvík 13. október 2000. Lagt fram til kynningar.

  8. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6. október s.l. ásamt bréfum. Borist hefur fundargerð 49. stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga einnig bréf dags. 11. október 2000 og bréf dags. 12. okt. 2000 um kynningarmynd um Vestfirði.

  9. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. frá 14. og 21. júní og 5. september 2000. Borist hefur bréf dags. 17. okt. 2000 ásamt fundargerðum 35., 36. og 37. fundar atvinnuþróunarfélagsins.

  10. Viðmiðunarreglur um rannsóknir og kannanir í grunnskólum. Borist hefur bréf dags. 19. okt. 2000 ásamt viðmiðunarreglum um rannsóknir í grunnskólum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson. (sign) Dagný Júlíusdóttir. (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign) Elfa Björk Bragadóttir. (sign) Karl Þ. Björnsson. (sign) Þór Örn Jónsson. (sign)

   


Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson