Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

954. fundur - 9. janúar 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 9. janúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum. En auk hans sátu fundinn Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Birna Richardsdóttir og Karl Þór Björnsson. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá í 8. liðum um að mál yrðu tekin á dagskrá sem 9. og 10. dagskrárliðir. Var það samþykkt samhljóða.

  1. Fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001, fyrri umræða.

  2. Kynning á áformum Silfurstjörnunnar hf. á sjókvíaeldi á laxi í Steingrímsfirði.

  3. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 14. desember 2000.

  4. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða varðandi vatnssýni á Hólmavík.

  5. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá fundum nr. 38, 39 og 40 á síðasta ári.

  6. Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 13. október, 10. nóvember og 8. desember s.l. ásamt tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun 2001-2004.

  7. Erindi frá Íbúðalánasjóði er varðar vexti viðbótarlána og af lánum til leiguíbúða á árinu 2001.

  8. Fréttatilkynning frá Hagstofu Íslands varðandi mannfjölda á Íslandi 1. desember 2000 (bráðabirgðatölur)

  9. Fundargerð leikskólanefndar frá 8. janúar 2001.

  10. Bréf dags. 5. jan. 2001 frá starfsmönnum leikskólans Lækjarbrekku.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001, fyrri umræða.
  2. Sveitarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001 og ræddi einstaka liði og breytingar frá fyrra ári.

    Eftir umræður og ítarlega yfirferð var frumvarpinu vísað til annarar umræðu.

  3. Kynning á áformun Silfurstjörnunnar hf. á sjókvíaeldi á laxi í Steingrímsfirði.
  4. Borist hefur bréf dags. 7. desember 2000 frá Silfurstjörnunni hf. með kynningu á áformum um sjókvíaeldi á laxi í Steingrímsfirði. Lagt fram til kynningar.

  5. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 14. desember 2000.
  6. Lögð fram fundargerð sundlaugarnefndar með bráðabirgðatölum um hugsanlegan stofnkostnað við sundlaugarbyggingu á Hólmavík

  7. Fundargerðir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða varðandi vatnssýni á Hólmavík.
  8. Borist hefur bréf dags. 20. desember 2000 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt vatnsrannsóknum frá Hollustuvernd ríkisins dags. 18. desember 2000, á sýnum frá vatnsveitu Hólmavíkur. Allnokkrar umræður urðu um málið.

  9. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá fundum nr. 38, 39 og 40 á síðasta ári.
  10. Borist hefur bréf dags. 27. desember 2000 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. ásamt fundargerðum frá 38., 39. og 40. stjórnarfundum.

  11. Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 13. október, 10. nóvember og 8. desember sl. ásamt tillögu til þingsályktunar um hafnaráætlun 2001-2004.
  12. Borist hafa fundargerðir stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 237., 238. og 239. fundi. Ennfremur bréf dags. 7. des. 2000 frá Siglingastofnun með frumvarpi að hafnaáætlun 2001-2004 sem liggur fyrir til umsagnar, vísað til hafnarstjórnar.

  13. Erindi frá íbúðalánasjóði er varðar vexti viðbótarlána og af lánum til leiguíbúða á árinu 2001.
  14. Borist hefur bréf dags. 28. desember 2000 frá Íbúðalánasjóði varðandi vexti af viðbótarlánum og lánum til leiguíbúða á árinu 2001.

  15. Fréttatilkynning frá Hagstofu Íslands varðandi mannfjölda á Íslandi 1. desember 2000 (bráðabirgðatölur).
  16. Borist hefur fréttatilkynning dags. 22. desember 2000 um bráðabirgðatölur mannfjölda 1. desember 2000.

  17. Fundargerð leikskólanefndar frá 8. janúar 2000.
  18. Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 8. jan. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  19. Bréf dags. 5. jan. 2001 frá starfsfólki leikskólans Lækjarbrekku.
  20. Samþykkt að vísa málinu til sveitarstjóra og honum falið að gera tillögu fyrir næsta fund.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

Engilbert Ingvarsson (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Karl Þór Björnsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson