Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

955. fundur - 23. janúar 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 23. janúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum. En auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Karl Þór Björnsson, varamaður. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti flutti afbrigði um að taka 12. mál inn á dagskrá og var það samþykkt. Var þá eftirfarandi dagskrá kynnt:

  1. Styrkveiting vegna íþróttaiðkunar starfsmanna Hólmavíkurhrepps.

  2. Fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001, síðari umræða.

  3. Fundargjörð 13. aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu ásamt tillögum frá fundinum.

  4. Bréf frá skólastjóra Grunnskóla á Hólmavík er varðar tímamagn fyrir skólaárið 2001-2002.

  5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti er varðar lán til leiguíbúða.

  6. Fundargerð Félagsmálaráðs frá 10. jan. 2001.

  7. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskólans á Hólmavík frá 11. janúar s.l.

  8. Fundargerð atvinnumálanefndar og hafnarstjórn frá 17. janúar 2001.

  9. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða er varðar lista yfir eftirlitsgjöld á Vestfjörðum árið 2000.

  10. Lánsumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga.

  11. Fundargerð 4. ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 2. nóvember 2000.

  12. Þriðji fundur sundlaugarnefndar þann 22. janúar 2001.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Styrkveiting vegna íþróttaiðkunar starfsmanna Hólmavíkurhrepps. Lögð fram tillaga dags. 18. janúar 2001, um að hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hvetji starfsfólk hreppsins til íþróttaiðkunar með 4.000 kr. styrk á vormissiri og 4.000 kr. styrk á hausmisseri gegn greiðslukvittun. Gildir frá 1/1 2001.
  2. Fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001, síðari umræða. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001 – önnur umræða. Eftir ítarlegar umræður og upplýsingar frá sveitarstjóra lauk umfjöllun málsins. Fram komu tvær breytingartillögur sem samþykktar voru. Fjárhagsáætlun var þá borin upp með breytingu á hreinu veltufé sem niðurstöðu að upphæð kr. 5.640.000,- til gjalda. Fjárhagsáætlun ársins 2001 þannig samþykkt samhljóða.

  3. Fundargjörð 13. aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu, ásamt tillögum frá fundinum. Borist hefur fundargjörð, 13. aðalfundar frá 25. nóvember 2000, Héraðsnefndar Strandasýslu ásamt afriti af bréfum varðandi ályktanir nefndarinnar. Eftir umræður var erindi í bréfi dags. 6. jan. 2000 varðandi "fjölskylduvænt samfélag" vísað til félagsmálaráðs.

  4. Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík er varðar tímamagn fyrir skólaárið 2001-2002. Lagt fram bréf frá skólastjóra Grunnskólans dags. 11. janúar 2001, um tímamagn skólaárið 2001-2002. Lagt fram til kynningar.

  5. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu er varðar lán til leiguíbúða. Borist hefur bréf dags. 12. janúar frá Félagsmálaráðuneyti varðandi starfshóp sem skipaður hefur verið til að semja nýja reglugerð um " Lán til leiguíbúða".

  6. Fundargerð félagsmálaráðs frá 10. jan. 2001. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 10. janúar 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  7. Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 11. jan. s.l. Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónlistarskóla frá 11. jan. og var hún samþykkt.

  8. Fundargerð atvinnunefndar og hafnarstjórn frá 17. janúar 2001. Fundargerð atvinnumálanefndar og hafnarstjórn frá 17. jan. lögð fram og samþykkt.

  9. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða er varðar lista yfir eftirlitsgjöld á Vestfjörðum árið 2000. Borist hefur bréf frá heilbrigðisfulltrúa dags. 8. jan. 2000 ásamt lokalista yfir eftirlitsgjöld.

  10. Lánsumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 4. jan. 2001 frá Lánasjóði varðandi lánsumsóknir 2001. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að sækja um lán samkvæmt fjárhagsáætlun 2001.

  11. Fundargerð 4. ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 2. nóvember 2000. Borist hefur bréf dags. 8. jan. 2000 með gögnum frá samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum.

  12. Þriðji fundur sundlaugarnefndar þann 22. janúar 2001. Lögð fram fundargerð sundlaugarnefndar frá 22. jan. 2001. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson. (sign) Birna Richardsdóttir. (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Þór Örn Jónsson. (sign) Karl Þór Björnsson. (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson