Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

      956. fundur - 6. febrúar 2001     

Árið 2001 þriðjudaginn 6. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Eysteinn Gunnarsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um 10. lið: Forkaupsréttur á jörðinni Laugarholti og Hraundal, var það samþykkt með öllum atkvæðum.

Þá kynnti oddviti eftirfarandi dagskrá

  1. Fundarboð til eigenda Orkubús Vestfjarða er varðar breytingar á félagsformi úr sameignarfélagi í hlutafélag.

  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Hólmavíkurhrepp árin 2002-2004.

  3. Beiðni frá Orkubúi Vestfjarða um leyfi fyrir Ósárveitu Efri.

  4. Erindi frá landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar varðandi fjallskilamál í Ísafjarðarsýslum.

  5. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 25. janúar s.l.

  6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. janúar 2001.

  7. Fundargerð samstarfsnefndar leikskólanefndar og launanefndar sveitarfélaga frá 12. janúar s.l.

  8. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 12. janúar s.l.

  9. Fundargerð námsgagnastofnunar frá 6. nóvember 2000.

  10. Forkaupsréttur á jörðinni Laugarholti og Hraundal.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Fundarboð til eiganda Orkubús Vestfjarða er varðar breytingar á félagsformi úr sameignarfélagi í hlutafélag. Borist hefur fundarboð dags. 24.janúar 2001 um breytingu á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag og fyrirhugaður fundur verður þann 7. febrúar n.k. Sveitarstjóri las upp afrit af bréfi dags. 15. nóv. 2000, sem Hólmavíkurhreppur sendi með samþykktum hreppsnefndarinnar frá 14. nóvember. Ennfremur var farið yfir uppkast að samkomulagi í 10. greinum dags. 7. febrúar 2001 varðandi breytingu á Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun: Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps veitir Þóri Erni Jónssyni sveitarstjóra lögformlegt umboð til að undirrita samkomulag um að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag, þó með fyrirvara með tilvísun í bréf dags. 15. nóv. 2000 til O.V. og setur skilyrði fyrir samningum um kaup ríkisins á hlut sveitarfélaganna í orkubúinu að hlutur þeirra allra verði keyptur á sama verði hvort sem um er að ræða greiðslu á vanskilum sveitarfélaga eða kaupverð borgað út og heildarverðmæti hlutafjár verði 4,6 millj.
  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Hólmavíkurhrepp árin 2002-2004. Lögð fram fjárhagsáætlun til þriggja ára 1. umræða. Samþykkt að vísa henni til annarar umræðu.

  3. Beiðni frá Orkubúi Vestfjarða um leyfi fyrir Ósárveitu Efri. Lagt fram bréf dags. 26. jan. 2001 frá O.V. ásamt greinargerð og gögnum um Ósárveitu Efri. Hreppsnefnd tók jákvætt undir erindið, en sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og kynni skilyrði.

  4. Erindi frá landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar varðandi fjallskilamál í Ísafjarðarsýslu. Borist hefur bréf dags. 24. jan. s.l. frá landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar. Samþykkt var að upplýsa málið og senda nefndinni fjallskilasamþykkt Strandasýslu

  5. Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu frá 25. jan. s.l. Lögð fram fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 25. jan. s.l. Lagt fram til kynningar.

  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. janúar 2001. Borist hefur bréf dags. 29. jan. 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 19. fundi 26. jan. sl. sveitarstjóra falið að kynna ný fyrirtæki.

  7. Fundargerð samstarfsnefndar leikskólanefndar og Launanefndar sveitarfélaganna frá 12. janúar s.l. Borist hefur fundargerð frá 46. fundi samstarfsnefndar leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga.

  8. Fundargerð stjórnar Hafnarnefndar sveitarfélaga frá 12. janúar s.l. Borist hefur fundargerð frá 240. fundi Hafnarnefndar sveitarfélaga.

  9. Fundargerð námsgagnastofnunar frá 6. nóv. 2000. Borist hefur fundargerð frá 349. fundi.

  10. Forkaupsréttur á jörðinni Laugarholti og Hraundal. Lagður fram kaupsamningur dags. 1. febrúar 2001 um kaup á jörðinni Laugarholti ásamt eyðijörðinni Hraundal. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

Engilbert Ingvarsson (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Daði Guðjónsson (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson