Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

957. fundur - 20. febrúar 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 20. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Eysteinn Gunnarsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Karl Þór Björnsson, varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Hlíf Hrólfsdóttir, varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að 12. liður bættist við dagskrá sem trúnaðarmál. Var tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

Þá kynnti oddviti eftirfarandi dagskrá:

  1. Erindi frá slökkviliðsstjóra varðandi skipan í slökkviliðið.

  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Hólmavíkurhrepp árin 2002-2004.

  3. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 14. febr. 2001.

  4. Erindi frá Karli Þór Björnssyni og Guðbrandi Á. Sigurgeirssyni varðandi styrkbeiðni til þátttöku á rallíkeppnum ársins 2001.

  5. Staðfesting ráðuneyta vegna hugsanlegrar kaupa ríkisins á eignarhlut sveitarfélaga á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða.

  6. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar haldinn 19. febrúar 2001.

  7. Fundargerð héraðsráðs Strandasýslu frá 1. febrúar s.l.

  8. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands til sveitarstjórna varðandi athugasemdir við íbúaskrá.

  9. Bréf frá Súðavíkurhrepp varðandi sölu fasteigna ríkissjóðs í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

  10. Bréf Ísafjarðarbæjar varðandi heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal.

  11. Bréf frá Sighvati Björgvinssyni fyrrverandi þingmanni Vestfirðinga.

  12. Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Erindi slökkviliðsstjóra varðandi skipan í slökkviliðið. Lagt fram bréf dags. 13. febrúar 2001 frá slökkviliðsstjóra varðandi skipan þriggja manna í slökkviliðið, ennfremur nafnalisti yfir alla í Slökkviliði Hólmavíkur 2001-2003 frá sveitarstjóra, dags. 19. október 1999. Samþykkt var að ráða eftirtalda þrjá menn í slökkviliðið: Jóhann L. Jónsson, Víkurtúni 15. Kristján Tryggvason, Vitabraut 15. Sigurð M. Þorvaldsson, Austurtúni 2.
  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Hólmavíkurhrepp árin 2002-2004. Lögð fram þriggja ára fjárhagsáætlun, síðari umræða, fyrir árin 2002-2004. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.

  3. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 14. febrúar 2001. Lögð fram fundargerð 4. fundar 14. febr. sundlaugarnefndar ásamt uppdrætti af sundlaug og tveimur hugmyndum að límtréshúsi fyrir íþróttasal. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera grófa kostnaðaráætlun varðandi íþróttabyggingu í samræmi við framkomnar hugmyndir í umræðum.

  4. Erindi frá Karli Þór Björnssyni og Guðbrandi Á. Sigurgeirssyni varðandi styrkbeiðni til þátttöku í rallíkeppnum ársins 2001. Karl Þór Björnsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum dagskrárlið. Lagt fram bréf dags. 8. febrúar 2001 frá Karli Þór Björnssyni og Guðbrandi Á. Sigurgeirssyni varðandi styrkbeiðni í rallíkeppnum. Samþykkt var að kaupa auglýsingu á bíl þeirra í keppninni að upphæð 50 þúsund krónur.

  5. Staðfesting ráðuneyta vegna hugsanlegra kaupa ríkisins á eignarhlut sveitarfélaga á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða. Lagt fram bréf dags. 7. febrúar 2001 frá fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, sem er staðfesting á hugsanlegum kaupum ríkisins á hlut allra sveitarfélaga á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða.

  6. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar haldinn 19. febr. 2001. Lögð fram fundargerð b. u. og skipulagsnefndar frá 19. febr. 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  7. Fundargerð héraðsráðs Strandasýslu frá 1. febrúar s.l. Lögð fram fundargerð héraðsráðs Strandasýslu, ásamt afriti af bréfi Vegagerðarinnar varðandi merkingar bæja í Strandasýslu. Lögð fram til kynningar.

  8. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands til sveitarstjórna varðandi athugasemdir við íbúaskrá.

  9. Bréf frá Súðavíkurhreppi varðandi sölu fasteigna ríkissjóðs í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Borist hefur bréf frá Súðavíkurhreppi dags. 8. febrúar 2001, sem er afrit af bréfi til Menntamálaráðuneytis varðandi sölu fasteigna í Reykjanesi, sem auglýstar hafa veiðið til sölu. Samþykkt var að fá fram upplýsingar um eignarhald á fasteignum í Reykjanesi og gæta hagsmuna Hólmavíkurhrepps í því sambandi.

  10. Bréf frá Ísafjarðarbæ varðandi heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf dags. 6. febrúar 2001 frá Ísafjarðarbæ þar sem bent er á samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga um heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal.

  11. Bréf frá Sighvati Björgvinssyni fyrrverandi þingmanni Vestfirðinga. Borist hefur bréf frá Sighvati Björgvinssyni, þar sem hann þakkar samskipti á liðnum árum um leið og hann lætur af þingmennsku.

  12. Trúnaðarmál. Málið var fært í trúnaðarbók.

 Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

Engilbert Ingvarsson (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Karl Þór Björnsson (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson