Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

      958. fundur - 6. mars 2001     

Árið 2001 þriðjudaginn 6. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Þorsteinn Sigfússon, varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Höskuldur B. Erlingsson, varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá :

  1. Erindi frá Vegi áhugamannafélagi varðandi einkafjármögnun vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar.

  2. Greinargerð frá bæjarstjóra Vesturbyggðar varðandi stofnun hlutafélags um rekstur Orkubús Vestfjarða.

  3. Erindi frá áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum.

  4. Styrkbeiðni vegna útgáfu sögu Laugaskóla.

  5. Ársreikningur Skólaskrifstofu Vestfjarða fyrir árið 2000.

  6. Erindi frá Landsímanum varðandi að fjarlægja loftlínur í eigu Landssímans.

  7. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 6. febrúar s.l.

  8. Umsögn um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði nr. 7611970 með síðari tíma breytingunni.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Erindi frá Vegi áhugamannafélagi varðandi einkafjármögnun vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar. Borist hefur bréf dags. 15. febrúar 2001 frá Jónasi Guðmundssyni sýslumanni í Bolungarvík f.h. áhugamannafélags um lagningu vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar ásamt greinargerð um vegalagninguna. Ennfremur fylgir ljósrit af bréfi dags. 25. janúar 2000 frá Haraldi L. Haraldssyni um áætlanagerð varðandi vegagerðina. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrri umræður og samþykktir í hreppsnefndinni, ákveðið að veita styrk kr. 10.000.-
  2. Greinargerð frá bæjarstjóra Vesturbyggðar varðandi stofnun hlutafélags um rekstur Orkubús Vestfjarða. Borist hefur greinargerð frá Jóni Gunnari Stefánssyni bæjarstjóra Vesturbyggðar dags. 13. febrúar 2001 með upplýsingum á hans viðhorfum.

  3. Erindi frá áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum. Borist hefur bréf dags. 26. febrúar 2001 frá áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum. Samþykkt var að hreppsnefnd sæi sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

  4. Styrkbeiðni vegna útgáfusögu Laugaskóla. Borist hefur bréf dags. 26. febrúar 2001 um styrk vegna útgáfu sögu Laugaskóla. Samþykkt var að hafna erindinu.

  5. Ársreikningur Skólaskrifstofu Vestfjarða. Borist hefur ársreikningur 2000 Skólaskrifstofu Vestfjarða. Lagður fram til kynningar.

  6. Erindi frá Landssímanum varðandi að fjarlægja loftlínur í eigu Landssímans. Borist hefur bréf dags. 20. febr. 2001 um að fjarlægja símalínur frá fyrri árum í eigu Landssímans. Sveitarstjóra var falið að svara bréfinu í samræmi við umræður.

  7. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 6. febrúar s.l. Borist hefur fundargerð 241. fundar þann 6. febrúar 2001 stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga.

  8. Umsögn um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970 með síðari breytingum. Borist hefur bréf dags. 16. febrúar 2001 frá landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til umsagnar varðandi lax- og silungsveiði. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Höskuldur Erlingsson (sign) Þorsteinn Sigfússon (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson