Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

      959. fundur - 20. mars 2001     

Árið 2001 þriðjudaginn 20. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Karl Þór Björnsson, varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Erindi frá hreppsnefnd Kirkjubólshrepps varðandi lagningu vegar um Arnkötludal.

  2. Fundargerð félagsmálaráðs frá 8. mars s.l.

  3. Bréf frá félagsmálanefnd Alþingis.

  4. Erindi frá þjóðahátíðarnefnd Vestfjarða.

  5. Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 2. apríl n.k.

  6. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 18. desember s.l.

  7. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. mars s.l.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Erindi frá hreppsnefnd Kirkjubólshrepps varðandi lagningu vegar um Arnkötludal. Borist hefur bréf dags. 13. mars 2001 frá hreppsnefnd Kirkjubólshrepps sem er afrit af bréfi til félagsins Vegar varðandi heilsársveg um Arnkötludal.

  2. Fundargerð félagsmálaráðs frá 8. mars s.l. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 8. mars s.l.

  3. Bréf frá félagsmálanefnd Alþingis. Borist hefur bréf dags. 1. mars 2001 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 45/1998 og er sent sem dreifibréf til sveitarstjórna til umsagnar. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps telur að 1000 manna samfélag ekki vera ásættanlega tala til þess að tryggja íbúum það búsetuumhverfi sem nú er nauðsynlegt til að treysta byggðina til framtíðar heldur sé landfræðilegi þátturinn frekar ásættanlegur við sameiningar sveitarfélaga og að allar sameiningarhugmyndir endurspegli vilja hvers sveitarfélags fyrir sig.“ Tillagan var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

  4. Erindi frá þjóðahátíðarnefnd Vestfjarða. Borist hefur bréf um þjóðahátíð Vestfj. sem haldin verður 17. mars – 21. mars 2001.

  5. Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 2. apríl n.k. Borist hefur bréf dags. 1. mars 2001 varðandi ráðstefnu í Mosfellsbæ 2. apríl n.k.

  6. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 18. desember s.l. Borist hefur fundargerð frá 350. fundi námsgagnastjórnar 18. des. 2000. Lagt fram til kynningar.

  7. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. mars s.l. Borist hefur bréf dags 2. mars 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 20. fundi 2. mars s.l. og ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2000.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:05.

Engilbert Ingvarsson (sign), Birna Richardsóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Karl Þór Björnsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign).

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson