Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

      961. fundur - 24. apríl 2001     

Árið 2001 þriðjudaginn 24. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarson varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Gunnar S. Jónsson varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Bygging íþróttahúss og sundlaugar.

  2. Kjósa í nefndir.

  3. Rökstuðningur Veiðimálastjóra vegna friðunarsvæði frjórra laxa gangvart kvíaeldi í sjó.

  4. Rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík sumarið 2001.

  5. Framlenging leigusamnings ríkisins við Jens Kristleifsson um lóð úr landi Gerfidals.

  6. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla á Hólmavík frá 5. apríl 2001.

  7. Fundargerð bygginga-, skipulags- og umferðarnefndar frá 23.apríl s.l.

  8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 3. mars s.l.

  9. Ályktun fyrri fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2001.

  10. Svar Sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Adolfs H. Berndsens um rannsóknir á útbreiðslu krabba, beitukóngs og öðuskel við Íslands.

  11. Fundargerð stjórnar námsgreinastjórnar frá 5. mars 2001.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Bygging íþróttahúss og sundlaugar.

    Sveitarstjóri lagði fram "fróðleiksmola" í 9 liðum dags. 20. apríl 2001 ásamt fjármögnunarmöguleikum til bygginganna og upplýsingar um stofnframkvæmdir. Einnig var lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 10. mars 2001 og annað varðandi úthlutun á stofnframlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ennfremur liggur fyrir fyrirkomulagsteikningar annars vegar með viðbyggingu við núverandi félagsheimili og íþróttahús og hins vegar sérbyggingu sem er mun kostnaðarsamari. Samþykkt var að grófhanna viðbyggingu við núverandi mannvirki þ.e. leið B stækkun á íþróttasal og sundlaug, en kanna jafnframt hvort um ódýrari byggingar geti verið að ræða. Var þetta samþykkt með þremur atkvæðum en Haraldur og Hlíf sátu hjá.
  2. Kjósa í nefndir.

    Eftirfarandi breytingar komu fram með kosningu manna í nefndir:

    Sigfús Ólafsson kemur inn sem varamaður í hreppsnefnd í stað Höskuldar B. Erlingssonar, sem er að flytja úr hreppnum.

    Skoðunarmenn:

    Sigfús A. Ólafsson í stað Jóns Arngrímssonar.

    Leikskólanefnd:

    Rakel Jónsdóttir í stað Láru Jónsdóttur

    Varamaður:

    Ingibjörg Þórðardóttir í stað Rakelar

    Kristín Sigmundsdóttir í stað Sigurðar Gíslasonar

    Stjórn héraðsbókasafns Strandasýslu:

    Varamaður:

    Birna Richardsdóttir í stað Sigurbjargar Kjartansdóttur

    Svanhildur Jónsdóttir í stað Önnu Margrétar Valgeirsdóttur.

    Skipulags-, bygginga- og umferðarnefnd:

    Jóhann Björn Arngrímsson í stað Höskuldar B. Erlingssonar

    Varamaður:

    Guðjón Magnússon í stað Jóhanns B. Arngrímssonar.

    Félagsmálaráð:

    Jensína Pálsdóttir í stað Sigurðar Gíslasonar.

    Varamaður:

    Már Ólafsson í stað Jensínu Pálsdóttur.

    Fjallskilanefnd:

    Varamaður:

    Þórólfur Guðjónsson í stað Jóns Guðjónssonar.

    Skólanefnd grunnskóla og tónskóla á Hólmavík:

    Júlíana Ágústsdóttir í stað Höskuldar B. Erlingssonar.

    Varamaður:

    Elfa Björk Bragadóttir í stað Júlíönu Ágústsdóttur.

    Húsnæðisnefnd Hólmavíkur:

    Varamaður:

    Már Ólafsson í stað Sigurðar Gíslasonar.

    Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar:

    Jón Kristinsson í stað Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur.

    Samstarfsnefnd um Víðidalsá:

    Hlíf Hrólfsdóttir í stað Höskuldar B. Erlingssonar.

  3. Rökstuðningur Veiðimálastjóra vegna friðunarsvæði frjórra laxa gagnvart kvíaeldi í sjó.
  4. Borist hefur bréf dags. 17. apríl 2001 frá Veiðimálastjóra er varðar fyrirspurn Hólmavíkurhrepps um friðunarsvæði frjórra laxa. Bréf dags. 15. mars 2001 frá Veiðimálastjóra til Landbúnaðarráðuneytis fylgir ásamt greinargerð. Samþykkt var að fela sveitarstjóra ásamt tveimur hreppsnefndarmönnum að fara á fund landbúnaðarráðherra og ræða um málið.

  5. Rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík sumarið 2001.
  6. Borist hefur bréf dags. 15. mars 2001 frá ferðaþjónustuaðilum varðandi áframhaldandi rekstur Upplýsingamiðstöðvar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður og með það fyrir augum að rekstur verði með svipuðum hætti á sumrinu eins og áður.

  7. Framlenging leigusamnings ríkisins við Jens Kristleifsson um lóð úr landi Gerfidals.
  8. Borist hefur bréf dags. 5. apríl 2001 frá Landbúnaðarráðuneyti ásamt lóðaleigusamningi við Jens Kristleifsson. Hreppsnefnd hefur ekki athugasemdir við samninginn.

  9. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla á Hólmavík frá 5. apríl 2001.
  10. Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 5. apríl 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  11. Fundargerð bygginga-, skipulags og umferðarnefndar frá 23. apríl s.l.
  12. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 23. apríl s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  13. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 30. mars s.l.
  14. Borist hefur bréf dags. 2. apríl 2001 ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 21. fundi 30. mars 2001 ásmat drögum að gjaldskrá miðuð við að tveir heilbrigðisfulltrúar verði í fullu starfi á Vestfjörðum. Framlögð gjaldskrá og ráðning annars heilbrigðisfulltrúa var samþykkt.

  15. Ályktandir fyrri fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2001.
  16. Borist hefur bréf dags. 2. apríl 201 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt ályktunum 60. fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

  17. Svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Adolfs H. Berndsen um rannsóknir á útbreiðslu krabba, beitukóngs og öðuskel við Ísland.
  18. Borist hefur svar frá sjávarútvegsráðherra, sem er þ.skj. 927 – 533 mál á 126. löggjafarþingi 2000 – 2001.

  19. Fundargerð stjórnar Námsgagnastofnunar frá 5. mars 2001.

    Borist hefur fundargerð frá 351. fundi Námsgagnastofnunar frá 5. mars 2001. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Gunnar S. Jónsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson