Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

964. fundur - 12. júní 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 12. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.

Eysteinn Gunnarson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Ritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Kosning oddvita, varaoddvita, skoðunarmenn og undirkjörstjórn við Alþingiskosningar.
  2. Ákvörðun Goða h.f. um að leggja niður sláturhúsið á Hólmavík og víðar.

  3. Vínveitingaleyfi fyrir Café Riis á Hólmavík.

  4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 25. maí 2001.

  5. Dreifibréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi kosningar næsta vor og fl.

  6. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi lóðaúthlutanir.

  7. Breytingar á reglugerð um starfsemi leikskóla.

  8. Fundargerð launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands frá 16. maí s.l.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Kosning oddvita, varaoddvita, skoðunarmenn og undirkjörstjórn við Alþingiskosningar.

Kosinn var oddviti Eysteinn Gunnarsson með þremur atkvæðum og Birna Richardsdóttir varaoddviti með þremur atkvæðum til eins árs.

Skoðunarmenn hreppsreikninga til eins árs voru kosnir með 5 atkvæðum:

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir og
Signý Ólafsdóttir

Varamenn með 5 atkvæðum:

Jóhann Björn Arngrímsson og
Sigfús A. Ólafsson

Undirkjörstjórnir við Alþingiskosningar voru kosnir með 5 atkvæðum :

  1. Hólmavíkurdeild :

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir,
Maríus Kárason og
Bryndís Sigurðardóttir

Varamenn :

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir,
Magnús H. Magnússon og
Signý Ólafsdóttir

  1. Nauteyrarkjördeild :

Snævar Guðmundsson,
Ása Ketilsdóttir og
Ólöf B. Jónsdóttir

Varamenn :

Karl K. Halldórsson,
Kristján Steindórsson og
Einar Indriðason

2. Ákvörðun Goða h.f. um að leggja niður sláturhúsið á Hólmavík og víðar.

Borist hefur bréf dags. 5. júní s.l. með ummælum sveitarstjórans í Búðardal um ákvörðun Goða h.f. að leggja niður sláturhúsið í Búðardal. Ennfremur fundarboð dags. 7. júní um fund í Búðardal þann 19. júní frá Gísla S. Einarssyni alþingismanni varðandi fund um málið á vegum Samfylkingarinnar. Hreppsnefnd samþykir samhljóða mótmæli við að leggja niður sláturhús á Hólmavík og er ósátt við vinnubrögð hjá forsvarsmönnum Goða h.f. Fram kom að hreppsnefndarmenn hafa áhuga á að sækja fundinn í Búðardal og fylgjast með þessum málum og huga að úrbótum í sláturhúsmálum.

3. Vínveitingaleyfi fyrir Café Riis á Hólmavík. 

Samþykkt var að veita vínveitingaleyfi fyrir Café Riis til tveggja ára.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 25. maí 2001. 

Borist hefur bréf dags. 28. maí 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð 22. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 23. maí. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að ekki sé ástæða til að breyta fyrirkomulagi á innheimtu eftirlitsgjalda og hafnar því tillögum um það.

5. Dreifibréf frá Félagsmálaráðuneyti varðandi kosningar næsta vor o.fl.

Borist hefur bréf dags. 16. maí 2001 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Lagt fram til kynningar.

6. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi lóðaúthlutanir.

Borist hefur bréf dags. 31. maí 2001 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt afriti af bréfi dags. 16. maí frá Félagsmálaráðuneyti varðandi úrskurð um lóðamál í Mosfellsbæ. Lagt fram til kynningar.

7. Breyting á reglugerð um starfsemi leikskóla.

Borist hefur bréf dags. 25. maí 2001 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt breytingu á reglugerð nr. 22/1995 um starfsemi leikskóla. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands frá 16. maí s.l.

Borist hefur bréf dags. 28. maí 2001 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð frá 1. fundi í samstarfsnefnd L.N. og S.G.S. frá 16. maí 2001.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Daði Guðjónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign).

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson