Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

967. fundur - 7. september 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 7. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Eysteinn Gunnarsson setti fundinn og stjórnaði honum. En auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að 11. mál yrði tekið á dagskrá, þ.e. fundargerð fjallskilanefndar frá 3. sept. sl. Var það samþykkt samhljóða.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þá kynnti oddviti eftirfarandi dagskrá:

  1. Kauptilboð ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubúi Vestfjarða hf., ásamt erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

  2. Erindi frá Ágústi Guðjónssyni um aðstöðu til bleikjueldis í landi Hólmavíkurhrepps.

  3. Drög að viðaukasamningi vegna viðbyggingar sjúkrahúss á Hólmavík.

  4. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla- og tónskóla Hólmavíkur frá 30. ágúst 2001.

  5. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið leitar umsagnar sveitarstjórnar vegna reglugerðardraga um lögreglusamþykktir.

  6. Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

  7. Ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi vímuefnavandann.

  8. Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi störf nefnda á vegum sambandsins.

  9. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 9. ágúst sl.

  10. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 18. júní 2001.

  11. Fundargerð fjallskilanefndar frá 3. sept. 2001.

Þá var gengið til dagskrár:

1.            Kauptilboð ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubúi Vestfjarða hf. ásamt erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Lagt fram kauptilboð dags. 23. ágúst 2001 frá Fjármálaráðuneyti og Iðnaðarráðuneyti á hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubúi Vestfjarða ásamt fylgiskjölum. Ennfremur hefur borist dreifibréf til sveitarstjórna á Vestfjörðum frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Oddviti lagði til að hreppsnefndin gefi viðræðunefnd Fjórðungssambandsins umboð til að halda áfram viðræðum við ríkisvaldið í samræmi við það sem kemur fram í bréfinu. Að öðru leyti er málinu frestað. Tillagan samþykkt samhljóða.

2.         Erindi frá Ágústi Guðjónssyni um aðstöðu til bleikjueldis í landi Hólmavíkurhrepps.

Borist hefur bréf dags. 21. ágúst 2001 frá Ágústi Guðjónssyni varðandi leyfi til bleikjueldis. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa Ágústi bréf og geta þess að Hólmavíkurhreppur getur ekki samþykkt erindið einhliða þar sem fleiri eigendur eru að Kálfanesi og í öðru lagi að uppsetning á eldiskeri er háð umfjöllun bygginganefndar.

3.         Drög að viðaukasamningi vegna viðbyggingar sjúkrahúss á Hólmavík.

Lögð fram drög að viðaukasamningi við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Fjármálaráðuneytið og viðkomandi sveitarfélög sem standa að viðbótum og endurbótum á sjúkrahúsinu á Hólmavík. Samþykkt var að ganga frá samningi með undirskrift.

4.            Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 30. ágúst.

Lögð fram fundargerð frá 30. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða en fyrirliggjandi umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarinnar Hólmavíkurhrepps var hafnað.

5.         Dóms- og kirkjumálaráðuneytið leitar umsagnar sveitarstjórnar vegna reglugerðardraga um lögreglusamþykktir.

Borist hefur dreifibréf dags. 20. júlí 2001 frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til allra sveitarstjórna ásamt drögum dags. 10.07.01 að Reglugerð um lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að fara yfir reglugerðardrögin, fara fram á aðstoð sýslumanns við þá skoðun og gera athugasemdir ef tilefni er til.

6.         Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

Borist hefur bréf dags. 26. júní 2001 frá Brunabót ásamt lista yfir skiptingu ágóðahluta E.B.Í. 1998-2001. Lagt fram til kynningar.

7.         Ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi vímuefnavandann.

Borist hefur bréf dags. 20. ágúst 2001 með ályktun frá stjórnarfundi sambandsins. Vísað til félagsmálaráðs.

8.            Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi störf nefnda á vegum sambandsins.

Borist hefur bréf dags. 20. ágúst 2001 frá Samb. ísl. sveitarfélaga um störf og stöðu verkefna nefnda og starfshópa á vegum sambandsins.

9.            Fundargerð Skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 9. ágúst sl.

Borist hefur fundargerð 62. fundar Menntaskólans á Ísafirði.

10.            Fundargerð námsgagnastjórnar frá 18. júní 2001.

Borist hefur fundargerð frá 354. fundi námsgagnastjórnar.

11.            Fundargerð fjallskilanefndar frá 3. september 2001.

Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar frá 3. sept. 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign).

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson