Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

971. fundur - 23. okt. 2001

Ár 2001, þriðjudag 23. október var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi boðaða dagskrá í 11 liðum og lagði fram 12. mál, fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga. Var tillaga um afbrigði samþykkt samhljóða.

  1. Kosning í nefndir og ráð hjá Hólmavíkurhreppi.

  2. Styrkbeiðni frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps.

  3. Boðun til aukaþings um samgöngumál frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

  4. Bréf frá Vegi, áhugamannafélagi um samgöngur á Vestfjörðum.

  5. Styrkbeiðni vegna heimildarkvikmyndinnar “Gamla brýnið”.

  6. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2002.

  7. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps frá 17. október 2001.

  8. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 18. október sl.

  9. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga ásamt bréfi.

  10. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 23. ágúst 2001.

  11. Fréttabréf Hagstofu Íslands um búferlaflutninga jan.-sept. 2001.

  12. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá stjórnarfundi 9. okt. 2001.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Kosning í nefndir og ráð hjá Hólmavíkurhreppi.

Kosið var í nefndir og ráð hjá Hólmavíkurhreppi vegna brottflutnings fulltrúa.

Þessir hlutu kosningu :

Varamenn í hreppsnefnd verða samkvæmt síðustu sveitarstjórnarkosningum: Júlíana Ágústsdóttir, í stað Hlífar Hrólfsdóttur. Sigríður Einarsdóttir, í stað Sigfúsar A. Ólafssonar.

Skoðunarmenn: Úlfar Pálsson varamaður, í stað Sigfúsar A. Ólafssonar.

Leikskólanefnd: Birna Richardsdóttir varamaður, í stað Ingibjargar Þórðardóttur.

Stjórn félagsheimilis/íþróttahúss: Daði Guðjónsson varamaður, í stað Gunnars R. Grímssonar.

Skipulags-, bygginga- og umferðarnefnd : Jóhann L. Jónsson varamaður, í stað Sigfúsar A. Ólafssonar.

Skólanefnd Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur: Elfa Björk Bragadóttir, í stað Hlífar Hrólfsdóttur, og Sólrún Jónsdóttir varamaður.

Húsnæðisnefnd Hólmavíkur: Ragnheiður Ingimundardóttir varamaður í stað Hlífar Hrólfsdóttur.

Samstarfsnefnd um Víðidalsá: Jón Vilhjálmsson varam., í stað Hlífar Hrólfsdóttur.

2. Styrkbeiðni frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps.

Borist hefur bréf dags. 12. okt 2001 frá starfsmannafélagi Hólmavíkurhrepps þar sem farið er fram á 80.000 kr. styrk til niðurgreiðslu á aðgangseyri árshátíðar. Samþykkt var að verða við beiðninni.

3. Boðun til aukaþings um samgöngumál hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Borist hefur fundarboð um aukaþing Fjórðungssambands sem haldið verður á Ísafirði þann 26. október. Ákveðið var að hreppsnefnd ásamt sveitarstjóra sæki þingið.

4. Bréf frá Vegi, áhugamannafélagi um samgöngur á Vestfjörðum.

Borist hefur bréf dags. 16. okt. 2001 frá Vegi, áhugamannafélagi varðandi nýjar leiðir í samgöngum á Vestfjörðum. Samþykkt var að fresta málinu.

5. Styrkbeiðni vegna heimildarkvikmyndarinnar “Gamla brýnið”.

Borist hefur bréf frá Seylan ehf. kvikmyndagerð, varðandi styrk til kvikmyndagerðar um hlunnindabúskap í Ófeigsfirði. Samþykkt var að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

6. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2002.

Borist hefur erindi um stuðning við svokallað Snorraverkefni, samstarfsverkefni til fjögurra ára á vegum Norræna félagsins og þjóðræknisfélags Íslendinga. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kynna sér málið og fresta því til fjárhagsáætlunargerðar.

7. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshrepps frá 17. október 2001.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla frá 17. október sl. Fundargerðin var samþykkt.

8. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 18. október sl.

Lögð fram fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 18. október. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga.

Borist hefur bréf dags. 8. september og 15. október frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með fundargerðum samráðsnefndar og Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 23. ágúst 2001.

Borist hefur fundargerð frá 355. fundi námsgagnastjórnar. Lagt fram til kynningar.

11. Fréttabréf Hafstofu Íslands um búferlaflutninga jan.-sept. 2001.

Borist hefur bréf frá Hagstofu Íslands dags. 12. október 2001 ásamt töflum um búferlaflutninga jan.-sept. 2001. Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá stjórnarfundi 9. október 2001.

Borist hefur fundargerð frá 56. stjórnarfundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. okt. 2001. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.50.

Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign).

 


Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson