Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

975. fundur - 18. des. 2001

Ár 2001, þriðjudag 18. desember, var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að 10. mál, kaupleigusamningur við Nýherja, verði tekið á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá:  

1.     Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002 síðari umræða..

2.     Heimild til sölu hlutabréfa í Ú.A. hf. að nafnvirði kr. 3.577.782, 00.

3.     Erindi frá Héraðsnefnd Strandasýslu varðandi möguleika á rekstri sláturhúss og kjötvinnslu í héraðinu.

4.     Samningur við Svæðismiðlun Vestfjarða varðandi atvinnuleysisskráningu.

5.     Fundargerð félagsmálaráðs frá 10. desember 2001.

6.     Fundargerð nefndar um byggingu íþróttamannvirkja á Hólmavík frá 14. desember 2001.

7.     Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. desember s.l.

8.     Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 5. desember 2001.

9.     Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðasta mánuði.

10.    Kaupleigusamningur við Nýherja.  

Þá var gengið til dagskrár.   

1.       Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002 síðari umræða. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002 síðari umræða. Eftir ítarlegar umræður og upplýsingar um einstaka liði frá sveitarstjóra lauk umfjöllun um málið. Fram komu tvær tillögur um breytingu á frumvarpinu: styrkir hækki úr 550.000.- í kr. 1.050.000.- og óviss útgjöld úr 500.000.- í kr. 1.000.000.- Var það samþykkt samhljóða. Fjárhagsáætlun var þá borin upp með breytingu á hreinu veltufé til hækkunar um kr. 5.764.000.- Var fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 þannig samþykkt samhljóða.

2.       Heimild til sölu hlutabréfa í ÚA hf. að nafnverði kr. 3.577.782,00. Sveitarstjóri varpaði fram hugmynd um að selja hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Samþykkt var heimild til að selja hlutabréf hreppsins að upphæð kr. 3.577.782,00 í ÚA hf.

3.       Erindi frá Héraðsnefnd Strandasýslu varðandi möguleika á rekstri sláturhúss og kjötvinnslu í héraðinu. Borist hefur bréf dags. 3. des. 2001 frá Héraðsnefnd Strandasýslu varðandi frumkvæði að könnun á möguleikum á rekstri sláturhúss og kjötvinnslu. Samþykkt var að taka jákvætt undir málið og sveitarstjóra falið að skrifa bréf og leita eftir nánari útfærslu á kostnaðartölum.

4.       Samningur um Svæðismiðlun Vestfjarða varðandi atvinnuleysisskráningu. Borist hefur bréf dags. 3. desember 2001 frá Svæðismiðlun Vestfjarða ásamt samningi um atvinnuleysisskráningu. Samþykkt var að Hólmavíkurhreppur verði áfram aðili að samningnum.

5.       Fundargerð félagsmálaráðs frá 10. desember 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

6.       Fundargerð nefndar um byggingu íþróttamannvirkja á Hólmavík frá 14. desember 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7.       Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. desember s.l. Borist hefur bréf dags. 9. desember 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 26. fundi 7. desember 2001. Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar.

8.       Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 5. desember 2001. Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. 66. fundar 5. desember s.l. Lögð fram til kynningar.

9.       Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðasta mánuði. Borist hefur bréf dags. 6. desember 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt fundargerð 175. fundar Launanefndar og bréf dags. 10. desember ásamt 11. fundi samstarfsnefndar þroskaþjálfafélags Íslands. Lagt fram til kynningar.

10.    Kaupleigusamningur við Nýherja. Lagður fram samningur um kaupleigu á tölvum við Nýherja – IBM. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirrita hann.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.55.

Engilbert Ingvarsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Þór Örn Jónsson (sign) Daði Guðjónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson