Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

976. fundur - 15. jan. 2002

Ár 2002, þriðjudaginn 15. janúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn, Daði Guðjónsson, Birna Richardsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Einnig sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti flutti afbrigði við boðaða dagskrá um að 10. mál: "Niðurstöður fjármagnsyfirlits á fjárhagsáætlun 2002" verði tekið á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá:

  1. Bréf frá kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík. 

  2. Erindi varðandi Eignarhaldsfélag Vestfjarða. 

  3. Yfirlýsing um ýmis samskipti ríkis og sveitarfélaga. 

  4. Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins. 

  5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. desember s.l. ásamt greinargerð um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits. 

  6. Fundargerð aukaþings Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál. 

  7. Fundargerð almannanefndar Strandasýslu frá 1. nóvember 2001. 

  8. Fundargerð síðari fundar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2001. 

  9. Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands. 

  10. Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits í fjárhagsáætlun 2002.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Bréf frá Kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík:

Borist hefur bréf dags. 18. desember 2001 frá kvennakórnum Norðurljós þar sem stuðningur er þakkaður. Lagt fram til kynningar. 

2. Erindi varðandi Eignarhaldsfélag Vestfjarða: 

Borist hefur bréf dags. 18. desember 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða h.f. varðandi Eignarhaldsfélag Vestfjarða. Lagt fram til kynningar.

3. Yfirlýsing um ýmis samskipti ríkis- og sveitarfélaga: 

Borist hefur bréf dags. 2. janúar 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt yfirlýsingu ríkissjóðs og sambandsins í samræmi við gildandi samstarfssáttmála ríkis- og sveitarfélaga, undirrituð 28. desember 2001. 

4. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins: 

Borist hefur bréf dags. 18. desember 2001 frá Fornleifavernd ríkisins, með vísan til þjóðminjalaga nr. 107 frá 31. maí sl. Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. desember sl.: 

Borist hefur bréf dags. 9. desember 2001 frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða ásamt fundargerð 26. fundar, með bréfi dags. 9. des. 2001 frá Hollustuvernd ríkisins og greinargerð ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá febrúar 2001. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa bréf með athugasemdum í samræmi við umræður. Viðhorf hreppsnefndar verði kynnt í bréfum til heilbrigðisnefndar Vestfjarða og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

6. Fundargerð aukaþings Fjórðungsþings Vestfirðinga um samgöngumál: 

Borist hefur bréf dags. 19. nóvember 2001 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt samþykktum sveitarfélaganna sem voru lögð fram á þinginu og samantekt Fjórðungssambandsins um áhersluatriði. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu og leggja áherslu á hagsmunamál Hólmavíkinga í samræmi við umræður og fyrri samþykktir hreppsnefndar í samgöngumálum og vegagerð. 

7. Fundargerð almannavarnarnefndar Strandasýslu frá 1. nóvember 2001: 

Borist hefur endurrit úr fundargerðarbók almannavarnarnefndar frá 1. nóv. s.l. Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð síðari fundar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2001: 

Borist hefur bréf dags. 3. desember 2001 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt ályktunum frá 61. fulltrúaráðsfundi sambandsins og tillögur frá ýmsum sveitarfélögum og landshlutasamtökum varðandi tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands: 

Borist hefur bréf dags. 8. janúar 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð 12. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands. Lagt fram til kynningar.

10. Niðurstöður fjármagnsyfirlits í fjárhagsáætlun 2002: 

Sveitarstjóri lagði fram leiðréttingu á niðurstöðu í fjármagnsyfirliti fjárhagsáætlunar 2002 vegna villu í tölvuskráningu. Niðurstaða á fjármagnsyfirliti verður kr. 5.868.000.- sem breyting á hreinu veltufé, en ekki kr. 5.764.000.- eins og bókað var í fundargerð 18. desember 2001.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.45.

Engilbert Ingvarsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign). Elfa Björk Bragadóttir (sign), Daði Guðjónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson